Öhm… Væri ekki meira vit í því að spjalla bara saman. Hin hugmyndin lítur svona út í hausnum á mér: Vinkona 1 bloggar um að hafa farið í Kringluna og keypt nýja diskinn með Kayne West, gallabuxur og bol og farið svo á Stjörnutorg og fengið sér Subway og séð sætan strák þar. Allar hinar vinkonurnar lesa bloggið og hugsa “vá, mér finnst eins og ég þekki hana mikið betur og við erum mikið nánari eftir að hafa lesið þetta”. Í mínum huga er þetta einnig mjög kjánalegt.