Já, semsagt láta gatara gera þetta. Þarft samt ekkert að vera með taper-inn lengi þó þú gerir þetta sjálf. Bara betra að hafa þetta í gatinu í nokkrar mínútur á meðan gatið er að “jafna” sig á breytingunni og skellir svo plöggi eða tunnel í. En ef þú vilt frekar láta gatara stækka gatið fyrir þig geriru það náttúrulega bara. Ég gerði það með annað gatið mitt alveg upp í 12mm og stækkaði sjálfur eftir það.
Já, skorið. Annaðhvort skorið með hníf eða gera dermal punch. Þessi stöng sem þú ert að tala um er taper. Skiptir ekki máli hvort það sé járnstöng sem gatari treður í gegn eða plast sem þú notar sjálf/ur, það er samt taper.
Sársaukinn stafar líklegast af því að það er ekki mælt með að stækka meira en 2mm í einu á 2ja vikna fresti. Þú hins vegar varst að taka 3-4mm í einu sem er ekki sniðugt. Hef sjálfur lent í veseni út af svoleiðis.
Þó að ég persónulega fíli ekki þennan banner tek ég í sama streng og hinir stjórnendurnir hérna. Þetta er það sem var kosið af notendum og þetta er 0 klámfengið.
Lang best að spyrja bara flúrarann. Það stendur líka í reglunum að það allar svona spurningar eigi að fara til flúraranna því að við hérna getum ekki gefið nein almennileg svör um svona. Númerið á Tattoo og Skart er 5527800.
Hef séð hann hjá Valda held ég. Annars ætti ekki að vera mikið mál að biðja hann um að panta hann fyrir þig. Svo geturu líka bara keypt hann beint frá labelinu: http://www.burningshed.com/store/peaceville/collection/221/add/867/
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..