Man ekki eftir að hafa skrifað neitt um að að Varg væri ennþá að gera eitthvað í Burzum. Hann reyndar gerði eitthvað af ambient stöffinu í fangelsi en held að hann sé ekkert í þessu lengur. Reyndar heyrði ég um daginn að hann ætlaði að gera blackmetal version af einhverju af ambient dótinu þegar hann kæmi út. Veit ekki hvert sannleiksgildi þess er…
Nei, þeir eru ekki að því. Ég sagði að þeir spiluðu eina stefnu en kölluðu það eitthvað annað. Það hefðiru séð ef þú hefðir nennt að leggja smá skilning í það sem ég skrifaði :)
Til þess að “love metal” geti talist sem tónlistarstefna þurfa fleiri en 1 band að spila það eða segjast gera það. Sú er nú einmitt raunin að H.I.M eru þeir einu sem segjast gera það. Þá er þetta ekki alvöru tónlistarstefna. Þar að auki er þetta bara eitthvað helvítis emo væl sem hefur ekkert með metal að gera!
Ég var ekkert að segja neitt um það hvernig tónlistin ykkar ætti að vera. Ég var bara að segja að ég héldi að hitt gæti hljómað betur. Svo sagði ég aldrei að ég væri neitt ósáttur með það hvernig hún er!
Samkvæmt íslesnkri málvenju já, en það vill svo til að Metallica er ekki íslenskt orð og þar af leiðandi fallbeygir maður það ekki samkvæmt íslenskum málvenjum!
Fínir tónleikar. Hafði samt vit á því að drulla mér út áður en Sign byrjaði. Nevolution voru góðir og það er leiðinlegt að Gústi er að hætta. Ég plata hann bara í að stofna band með mér um leið og ég nenni að standa upp :p Annars fannst mér amor e morte mjög góðir! Finnst samt að söngvarinn ætti að reyna að nota dýpri rödd í þetta. Held að það myndi hljóma miklu betur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..