Ég veit ég hljóma bara eins og hinir sem svöruðu þessum þræði, en þú verður að láta vita af þessu og það strax. Talaðu við eldri bróður þinn um hvað þið getið gert og reynið að hjálpast að. Þessi maður á ekki að fá að komast upp með svona hegðun. Og ef þú vogar þér að fara að kenna sjálfri þér um eða hugsa “kannski á ég þetta skilið” þá… þá… verð ég reið. Þú getur gert eitthvað í málunum ef þú virkilega vilt það. :) Og ég vona að allt lagist.