Já halló, Ég keypti mér í Boðeind kort ADSL kort frá asus. Þetta er bara módem, sem þýðir að ég þarf bara smásíu, í hana tengi ég símasnúru og úr smásíunni kemur snúra sem fer í módemið. Þetta módem, ólíkt Alcatel 1000 módemunum frá LS, þarf ekki IP tölu og þar af leiðandi ekki netkort. Þetta hljómaði miklu, miklu sniðugara. Ég hringdi í Boðeind og spurði þá um þetta kort, þeir sögðust hafa testað það og það svínvirkar, eina sem ég þyrfti að gera er að panta ADSLið og hafa það á P-POTS...