Ég keypti kókflöskuna handa henni og í hennar huga er málið dautt, en þetta er einfaldlega prinsippatriði. Íslensk fyrirtæki eru orðin svo vön því að geta vaðið yfir alla á skítugum skónum og það má vel vera að þú sættir þig við það, en ekki ég. Ég er búinn að fá nóg af því og þegar mér finnst þau vera farin að pretta mig þá hika ég ekki við að beina viðskiptum mínum annað… og ef nógu margir hugsuðu eins þá myndu fyrirtækin kannski fara að vanda vinnubrögðin betur.