Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Engifer
Engifer Notandi síðan fyrir 15 árum, 5 mánuðum 30 ára kvenmaður
1.024 stig Sambandsstaða: Ekki á lausu
Hefur áhuga á: Körlum

ÓE fiðlu (0 álit)

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Óska eftir að kaupa ódýra fiðlu. Þarf alls ekki að vera fín sinfóníufiðla, mig langar bara til að prófa mig áfram. Hafið samband með einkaskilaboðum =) Bætt við 27. janúar 2010 - 22:16 Er búin að finna mér fiðlu =) =)

Lady Gaga (5 álit)

í Húmor fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Baggalútur =)

Endalaus vandræði (79 álit)

í Tilveran fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Varúð, unglingadrama. Ef þú hefur ekki áhuga á slíku skaltu forðast að lesa lengra. You have been warned. ——– Ég þarfnast nauðsynlega ráðlegginga og jafnvel, ef einhver er í stuði til þess, smá hughreystingar. Þannig er mál með vexti að ég á tvær vinkonur í skólanum sem vill svo til að hata hvor aðra. Mjög skemmtileg staða. Síðasta vor var bekkjunum skipt upp og tók nýja skiptingin gildi þegar skólinn byrjaði aftur í haust. Ég var mjög ánægð því ég lenti með báðum vinkonum mínum í bekk. Þær...

Paella (10 álit)

í Matargerð fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Mjög girnileg, hefðbundin paella frá Valencia-héraði á Spáni.

Sniðugt mjög (6 álit)

í Tilveran fyrir 14 árum, 10 mánuðum
freerice.com er sniðug síða sem ég rakst á rétt í þessu. Á henni er hægt að styrkja hjálparstarf með því einu að svara spurningum. Maður á að svara einföldum spurningum og fyrir hvert rétt svar gefur síðan 10 hrísgrjón. Það virðist kannski ekki vera mikið en safnast þegar saman kemur. Það kostar ekkert að taka þátt svo endilega skoðið þetta. =) Ég frétti af þessari síðu í gegn um Project For Awesome á youtube.com ef einhver er að velta því fyrir sér =) Bætt við 10. janúar 2010 - 02:41 Gaman...

Jamm (16 álit)

í Sorp fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Segir sig sjálft hugsa ég

Skór (33 álit)

í Tíska & útlit fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ég varð pínu hrædd þegar ég sá þessa skó, það væri hægt að drepa mann með þessu! :-O Auk þess sem ég + svona skór = opið beinbrot… En það er kannski bara ég, hvað með ykkur?

Ljóð til Diddu (1 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Þetta er erfiljóð sem ég orti eftir langömmusystur mína þegar hún dó. Mér finnst samt réttara að segja að ljóðið hafi komið til mín, frekar en að ég hafi samið það. Ég var virkilega leið yfir að fá ekki að birta það í minningargreinunum á sínum tíma en svo datt mér í hug að setja það hér í staðinn. Við Eyjafjörð skín sól af öllum mætti, teygja sig til hennar blómin fríð. Birtan öll er skin úr augum þínum, og blærinn ber þinn milda hláturnið. Jörðin hún er snauður staður án þín en þó þú...

Win (6 álit)

í Sorp fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Enough said

Frost (1 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Foss kennda, ástar og sorgar, í klakaböndum. Mitt hjarta svo kalt. Án þín. Lífsviljinn fjarlægur og óþekktur. Horfinn úr ungri sál. Andinn sem þurrausinn brunnur eftir stendur. Bíður eftir vorinu, leysingum, lífinu. Bíður þín. — Tilfinningalegur vetur.

Ísland (111 álit)

í Tilveran fyrir 15 árum
Ég er að vinna að verkefni og markmið mitt er einfalt. Að fá eins mörg mismunandi svör og ég get við eftirfarandi spurningu; Hvað finnst ykkur vera jákvætt við Ísland Það væri yndislega vel þegið ef þið gætuð hjálpað mér, fyrirfram þakkir =) Ég veit að sömu hlutir eiga eftir að koma aftur og aftur en það er allt í lagi, hver og einn gætur orðað sitt svar á persónulegan hátt með eigin orðum. =)

Ofurlítið pirrandi (16 álit)

í Tilveran fyrir 15 árum
Því miður lenti ég í því að týna skærunum mínum um daginn. Ég leitaði lengi lengi en fann þau hvergi! Ég reyndi að muna hvenær ég hafði notað þau síðast en allt kom fyrir ekki. Svo gerist það að mig dreymir um þau. Mig dreymir oft svona hluti svo það er ekkert skrítið. (þessir draumar eru líka yfirleitt marktækir) En allavegana, þá dreymir mig hvar skærin eru og mundi um leið eftir að hafa sett þau þar. (já, ég var vör um að mig væri að dreyma svo ég gat hugsað þá hugsun, þótt ég væri...

Leikjatölvur (22 álit)

í Leikjatölvur fyrir 15 árum
Eins og flestir ættu að vita þá fara jólin að nálgast bráðum og er það stefnan á mínu heimili að gefa yngsta meðliminum leikjatölvu. Nú veit ég ekkert, og þá meina ég ekkert, um leikjatölvur og spyr því; Hver er munurinn á PS2 og PS3, fyrir utan að önnur er nýrri? Eru sömu leikirnir? Hvar er hægt að fá ódýrar, og þess vegna notaðar, leikjatölvur? (ef einhver er að selja, endilega látið mig vita)

Google (28 álit)

í Tilveran fyrir 15 árum
Ég elska Google. Mig langar til að semja lag til heiðurs Google. Hver er sammála? =D Já, það var eiginlega bara þetta. Pointless, ég veit.

Önnur lítil hugsun (2 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum
Þessu laust í höfuðið á mér þegar ég var við það að sofna í gærkvöldi. Ég rétt náði að skrifa það niður áður en ég gleymdi því. Þegar þú hlærð springa blómin út eins og draumar sem rætast rignir af himnum gleðitárum rís sólin um miðja nótt, til þess eins að hlusta.

GleðiGleðiGleði (92 álit)

í Tilveran fyrir 15 árum
oooog svo dash af hamingju! Af hverju? Því ég (sem kann nánast ENGA tónfræði) var að kenna sjálfri mér að spila Hallelujah eftir Leonard Cohen á pianó út frá gítarhljómum og er að springa af stolti =D Já, ég veit, það er ekki erfiðasta lag í heimi en miðað við mína reynslu af að spila svona lög á piano er þetta bara mjög gott hjá mér =) Bætt við 7. nóvember 2009 - 11:29 Og þegar ég segi svona lög, þá meina ég sungin lög sem eitthvað vit er í, ekki einhver klassík sem maður lærir þegar maður...

Hugsun (4 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 1 mánuði
Hugsun sem ég ákvað að koma í orð. Hún er algerlega einföld og flúrlaus en kannski hún sé bara fallegri fyrir það. Þú ert með svo fallegt bros. Ég vildi að ég gæti tekið það og sett það undir koddann minn. Alltaf þegar ég svæfi illa tæki ég fram brosið þitt. Þá liði mér betur.

Spurning (2 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 1 mánuði
Hvað heitir það þegar maður semur ljóð til einhvers sem er dáinn, t.d. sem eru birt í minningagreinum og slíku?

Hvaða Simsleikur er bestur? (0 álit)

í The Sims fyrir 15 árum, 1 mánuði

/dating service? (43 álit)

í Rómantík fyrir 15 árum, 1 mánuði
Hversu margir hér eiga eða hafa átt kærustu/kærasta sem viðkomandi kynntist í gegnum eða vegna huga.is? Viðurkennið nú syndir ykkar, ykkur mun líða betur á eftir ;-) Ég sjálf er svo pro að ég tek bara facebook á þetta ;D

Garfield (2 álit)

í Myndasögur fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Það gerist ekki betra en góður Garfield :)

Jungle Speed? (0 álit)

í Borðaspil fyrir 15 árum, 2 mánuðum

Ljóð (4 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Enn eitt hádramatískt ljóðið sem ég sendi inn :) Allt byggt á persónulegri reynslu. Er það eintóm tímasóun að kalla á þig? Jafn tilgangslaust og að telja hversu margar sekúndur þarf til að verða ástfanginn? Sé tíminn afstæður gæti ég eins sleppt takinu leyft ásjónu þinni að drukkna vera ýtt ofan í dýpið af endalausu muldri raddanna í höfði mínu. Orð þín vöktu mig til lífs en í öldum augna þinna er ég aðeins barn grunlaus um grimmd heimsins, ég sé bara þig. Séu sekúndurnar ímyndun og standi...

Ljóð á engilsaxnesku (6 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ljóð samið til einstaklings sem talar ekki íslensku, og því er það á ensku. Það hefur engan titil. I am fighting a hopeless war, losing, and losing myself Endlessly looking for you, trying to find your eyes in the crowd If I ever stop to breathe try to rest from the pointlessness I am haunted by the memory, the reflection of your smile Endilega deilið skoðunum ykkar með mér, kæru samhugarar :-)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok