Ef marka má frásagnir fólks sem umgengst dýr mikið leikur enginn vafi á því að kettir og önnur spendýr geta lent í geðlægð og jafnvel þjáðst af þunglyndi. Til marks um þetta nefna gæludýraeigendur að þegar miklar breytingar verða á heimilishögum fólks, til dæmis við andlát eða flutninga, verður hegðun katta önnur. Þeir hafa minni matarlyst, árásarhneigð þeirra vex, þeir snyrta sig minna en ella og sýna öllu ytra umhverfi minni áhuga en vanalega. Margir starfsmenn rannsóknarstofnana hafa...