“ÞAÐ kom mér á óvart að það skyldi vera fugl inni í búri hjá okkur og ég var mjög hissa að það skyldi vera mandarínönd,” segir Finnbogi Bernódusson í Bolungarvík, en öndin er nú í endurhæfingu í Náttúrugripasafninu í Bolungarvík. Finnbogi segir að öndin hafi sennilega komist inn um hringlaga loftræstitúðu, sem er um fjórar tommur í þvermál, en ristin hafi dottið úr. “Þegar konan kom til mín í vinnuna í morgun sagði hún mér að það hefði komist fugl inn í búrið en hann hefði sennilega farið út...