Hér eru nokkrir hljóðnemar úr safninu mínu, frá vinstri = sE Gemini lampahljóðnemi, Sennheiser MD441, Shure SM57 og AKG C414B. Gemini hljóðneminn er alveg helsjúkur sem söngmæk í stúdíói og hann skilar alveg gríðarlega stórri hljóðmynd, ég hef líka notað hann til að taka upp kassagítara, dobró og munnhörpur og hann skilar öllu alveg 110%, mér finnst einhvernveginn allt sem ég tek upp með þessum hljóðnema hljóma betur en það gerði upprunalega. Sennheiser MD441 hljóðneminn skilst mér að sé...