Ég er búinn að finna lag sem mig langar til að geta fengið nóturnar af til að spila á hljómborð/píanó, ég náði í midi skrá með laginu, setti það í reason tók út allt sem ég þarf ekki að nota, en í reason er ekki nótnalínur þannig að ég þyrfti að komast yfir forrit sem getur breytt midi skrá yfir í nótur og prentað það þannig út. Búinn að prófa Sibelius en þegar að ég set skránna þangað inn þá koma jú nótur en það vantar hausana á þær og það koma allskonar tákn sem eiga ekki að vera í laginu....