Mér finnst bara of mikið vesen og drama og shit í kringum þetta. Ég sætti mig við jólin afþví að þá fæ ég að vera með þeim sem mér þykir vænt um og það er það sem mér finnst að jólin ættu að snúast um, ekki peningastress og hver á að elda hvað og í hverju maður á að vera og svo framvegis og svo framvegis. En svo náttúrulega eru allir svo uppgefnir á aðfangadag og jóladag að það eru allir hálfdauðir þegar loksins er komið að því að halda uppá þessu. Ég sé varla neitt skemmtilegt í þessu.