Dæmið með vatnið fellur um sjálft sig þar eð flestir jarðarbúar hafa komist að raun, með eigin tilraunum, um að menn geta ekki gengið á vatni en mun færri rannsóknir hafa verið gerðar á afleiðingum launamismunar. Hagfræðilega séð er það ekki launamismunurinn sem er vandamál heldur hve lág lægstu launin eru, hæstu laun eru í raun óviðkomandi og skipta ekki máli en lægstu laun verða að vera ákveðið há til að allir geti lifað þokkalega. Sé hins vegar litið á málið frá félagsfræðilegu...