Hitler fæddist í Braunau í Austurríki-Ungverjalandi, nálægt þýsku landamærunum. Hann var fjórði í röð sex barna Alois Hitler og konu hans, Klöru. Sem ungur maður reyndi Hitler að komast inn í listaháskólann í Vín, en var hafnað. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út gerðist hann sjálfboðaliði í þýska hernum og barðist á vesturvígstöðvunum nær allt stríðið, þar til hann særðist þann 15. október 1918 eftir gasárás og var fluttur á herspítala. Eftir ósigur Þjóðverja settist Hitler að í München...