Ég gat næstum því komið blýanti á milli framtannanna minna. Ég var reyndar með alveg hræðilega skakkar tennur, augntennurnar mínar sneru furðulega og eitthvað svona en mér var svosem alveg sama. Ég vildi frekar eyða peningunum í eitthvað annað heldur en þetta, frekar að fá þetta lagt inná banka fyrir framtíðarskólagöngu eða eitthvað svona.