Þetta er ekki svona til dæmis úti í Bretlandi. Var þar fyrir stuttu síðan og ekki ein einasta manneskja gerði svo mikið sem að líta framan í mig nema viðkomandi væri að afgreiða mig í verslun eða eitthvað álíka. Og neinei, ég býst alveg við að fólk stari, en stundum snýr fólk sig alveg úr hálsliðnum til dæmis á meðan það er að keyra þegar það fer framhjá mér, eða snýr sér við og stendur fyrir framan mig og starir inní hausinn á mér, þá er það aðeins of mikið.