Þú segir: “Þó finnst mér Bílaþing Heklu alveg til skammar, taka notaða bíla á uppítökuverði uppí aðra notaða bíla” Ég hélt að þegar menn skipta notuðu upp i notað þá semdu menn um ákveðna milligjöf. Hvort verðin séu færð niður í “uppítökuverð” eða að skiptin væru á “ásettu verði” finnst mér ekki skipta máli. Er Bílaþing Heklu eitthvað öðruvísu en önnur umboð í þessu, hvað þá almennar bílasölur? Ég hélt að það væri regla frekar en undantekning á almennum bílasölum að menn lækka verð á bílum...