Þau voru leidd inn í stórt og notalegt herbergi þar sem kveikt var í arninum. Verjur og vopn héngu uppi um alla veggi og auðséð var að bæjarstjórinn var mikill ævintýramaður. “Fáið ykkur sæti” sagði bæjarstjórinn. “Ætli það sé ekki best að ég byrji á að kynna mig. Ég er Gilvaldr afkomandi Hrekons, bæjarstjóri og verndari þessa bæjar. Hver þið eruð og hví eruð þið hér, fýsir mig að vita”. Voltranos ræskti sig. “Uhumm. Já, afar merkilegt. Afkomandi Hrekons. Ég sem hélt að ætt hans hefði dáið...