Ekkert alltof mikið er 500þ kall í mínum augum en er kannski 50þ kall í þínum. Þú verður að meta hvað þú ert tilbúinn til að eyða í þetta. Síðan verðuru líka að taka fram hvað þú ætlar að gera á hjólinu, stökkva, hjóla vegalengdir, krúsa eða hvað?
Ég hef ekki slastast alvarlega fyrr en í fyrravetur, þá sleit ég krossband og svo braut ég mig í fyrsta skiptið þá um sumarið. Þetta var ömurlegasta ár sem ég hef upplifað.
Það vantar nú bara snjó á Ísland. En Akureyri er góður staður ef það kemur einhvertíman nægur snjór til að nota í pípuna, og kannski að kallarnir læri almennileg að búa til pipe. En brettagaurarnir hérna eru búnir að gera samning við Coke um að þeir fái tvö ný rail á ári þannig að þeim ætti að byrja að fjölga. Síðan er forstöðumaðurinn hérna í fjallinu eiginlega alltaf til í að ýta upp palla fyrir þá, vandamálið hefur bara verið snjóleysi þannig að hann reynir frekar að ýta snjónum í...
Því miður er þetta alltof lítið auglýst. Er mest bara innan skátahreyfingarinnar. Ég var að horfa á í úrslitunum síðast og þetta var mjög sérstakt þar sem stelpan sem vann var kominn uppí þak og gat eiginlega ekki bætt við fleyri kössum. Síðan er gólfið í KA heimilinu mjúkt þannig að það gerði keppnina ennþá erfiðari.
Veðrið hjá ykkur verður samt ekkert á við veðrið sem er spáð hérna fyrir norðan mánudags til miðvikudags. Djöfull er ég glaður að vera í fríi einmitt þá. Skemmtið ykkur í hóprædinu.
Múhahaha, að hafa þetta leynilegt er miklu skemmtilegra. En ef ykkur langar eitthvað að heyra frá brautinni þá var ég að hjóla með Grétari í fyrradag, held að hann sé á leiðinni suður núna. Held að hann hafi ekki tekið myndir en hann er allavegana búinn að keyra brautina tvisvar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..