Það er rétt hjá þér að menn geta verið mjög sérvitrir varðandi bræðslu, enda er ég ekki alveg sammála þér með nokkra hluti hjá þér þar sem ég hef mína eigin tækni fyrir mitt eldgamla straujárn :) Eitt verð ég þó að taka fram og það er að þegar brætt er undir má alls ekki þvinga niður skíðið/brettið, þ.e.a.s. klemma það niður eða halda því föstu á nokkurn hátt. Ástæðan er sú að við hitan frá straujárninu þenst skíðið/brettið út og réttir úr sér, ef það er fast getur það haft þau áhrif að...