Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Epiphone, Les Paul til sölu

í Hljóðfæri fyrir 22 árum
Það er u.þ.b. hálft ár síðan ég seldi hann. Því miður…<br><br>http://www.jupiterfrost.net/pan

Re: Kurt Cobain ofmetinn..?

í Rokk fyrir 22 árum
Ég sagði aldrei að Elvis væri betri tónlistarmaður, hvað þá lagahöfundur, ég sagði að ég virti hann meira sem tónlistarmann. Elvis var tónLISTarmaður, hvort sem þér líkar það eða ekki, þar sem hann var söngvari. Hann var ekki listamaður í orðsins fyllstu merkingu (nema þá í því að syngja) þar sem hann skapaði ekki neitt (svo ég viti til) en hann var skemmtikraftur og einn af þeim bestu í sínu fagi. Elvis var skemmtikraftur Kurt var listamaður Hvor um sig var góður í sínu. Ég virði Elvis...

Re: Nirvana - leiðin til fullkomunnar

í Rokk fyrir 22 árum
Þú sem sagt tekur undir með sjálfum þér… (HEYR, HEYR dæmið) Alla vega, ég er ósammála með að Kurt&Cortney myndin sé góð rökfærsla fyrir að Cortney hafi myrt Kurt. Út í gegnum myndina tekur heimildamyndargerðarmaðurinn (úff, erfitt orð) eigin afstöðu og segir okkur hvað við eigum að hugsa, t.d. þegar hann tekur viðtal við besta vin Kurts segir hann okkur að hann hagi sér grunsamlega allt viðtalið. Hefði hann ekki sagt þetta hefði vinurinn ekki litið grunsamlega út. Þulurinn segir okkur einnig...

Re: Lögin sem hafa haft áhrif á líf þitt.

í Rokk fyrir 22 árum
Jeff Buckley - so real

Re: Nöldur

í Ljóð fyrir 22 árum
Svona ljóð lífga upp á daginn (ætti ég kannski að segja næturnar? (3:49))

Re: Nöldur

í Ljóð fyrir 22 árum
Svona ljóð lífga upp á daginn (ætti ég kannski að segja næturnar? (3:49)

Re: The Legend of Hell House (1973)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Ég var einmitt að klára bókina síðustu nótt (ekki góð bók til að lesa í myrkri) og kvikmyndagerðarmennirnir eru sekir um slæma sögu ef það er það sem plagar myndina. Sagan er brilliant! Hins vegar yrði ég ekkert hissa ef að henni hafi verið breytt talsvert. Hún er talsvert gróf á köflum.

Re: Nýja platan frá snillingunum í Sign...

í Rokk fyrir 22 árum
Emm.. Ég hélt að trommarinn héti Egill. Rabbi er pabbi Ragga og Egils. Á ég eftir að frétta eitthvað?<br><br>http://www.jupiterfrost.net/pan

Re: Creed, leiðin til fullkomnunar

í Rokk fyrir 22 árum
Ég ætla ekki að skipta mér af þessari umræðu um hvor er betri hljómsveit en langaði að tala um undirskriftina. Það er rangt að fan hafi búið til Creed hatur á huga með þessari undirskrift. Hún hjálpaði kannski til (og hún VAR niðrandi) en ýtti aðeins undir bylgju sem þegar var komin af stað. Hefði einhver verið með undirskriftina: “Creed er bara sírenuvæl, Metallica er SNILLD!” þá hefði fólk hérna inni langflest klappað honum á bakið og sagt: “Djöfull er ég sammála þér”. Það hefði ekki...

Re: SLIPKNOT dauðarokk

í Rokk fyrir 22 árum
Ég er ekki að fíla hana. Ég er heldur ekki harðkjarnamaður. Ég er kannski harður á ytra byrðinu en að innan er ég mjúkur sem bómull… jakk.<br><br>http://www.jupiterfrost.net/pan

Re: Dave Grohl með Led Zeppelin

í Rokk fyrir 22 árum
Bíddu… rökstyddu þetta.<br><br>http://www.jupiterfrost.net/pan

Re: Kurt Cobain ofmetinn..?

í Rokk fyrir 22 árum
að mínu mati: Eric Clapton Jimi Hendrix Pete Townsend Tommy Morello Trent Reznor Jeff Buckley Mike Patton Elvis Presley James Brown Maynard James Keenan B.B. King Santana …to name but a few I hold in higher respect. Ég hlusta kannski ekki á þá alla (flesta að vísu) en virði þá meira hvað varðar tónlistarleg áhrif. Persónulega held ég líka meira upp á Dave Grohl en það er minn smekkur. <br><br>http://www.jupiterfrost.net/pan

Re: 104.5 !

í Rokk fyrir 22 árum
Reyndar 20-50 ára. Persónulega finnst mér þetta fyrir alla.<br><br>http://www.jupiterfrost.net/pan

Re: Kurt Cobain ofmetinn..?

í Rokk fyrir 22 árum
Að mínu mati hafði Kurt það með sér að hann gat samið grípandi lög og hafði rétt attitude á réttum tíma. Hefði Nirvana samið Nevermind tveim árum fyrr eða tveim árum seinna hefði sá diskur misst marks.<br><br>http://www.jupiterfrost.net/pan

Re: Jeff Bucley

í Rokk fyrir 22 árum
k. my mistake. Ég hélt að ég hefði séð auglýsingu fyrir tvo auka tónleika.<br><br>http://www.jupiterfrost.net/pan

Re: Jeff Bucley

í Rokk fyrir 22 árum
I do believe it was twice…<br><br>http://www.jupiterfrost.net/pan

Re: Bestu illmennin

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Ja,er það staðreynd eða þín skoðun? Menn upplifa myndir misjafnt! Hannibal er öðruvísi mynd en hinar tvær. SOTL og TRD voru hreinar lögga vs. bófa myndir en HANNIBAL var það plús úrvinnsla á sambandi Hannibal og Clarice. Hannibal var ekki ógnandi á sama hátt og í hinir morðingjarnir þar sem hann er mun skemmtilegri karakter. Hann hefur húmor. Buffalo Bill og The Tooth Fairy voru húmorslausir og frekar ógeðslegir karakterar á meðan Hannibal er veraldlega sinnaður, vel til fara og jafnvel hálf...

Re: Hvað er að?

í Sci-Fi fyrir 22 árum
Lítum á þetta svona: Ég horfði á Episode I með 8 ára fósturfrænda mínum um daginn. Þetta var uppáhalds myndin hans. Töfrar Star Wars voru meiri í þessari mynd heldur þeim gömlu. Við getum ekki ætlast til þess að upplifa sömu töfrana og þegar við vorum lítil. Sérstaklega ekki þegar við erum farin að vera mun gagnrýnni á það sem fyrir augu ber. Ég er ekki að segja að nýju myndirnar séu góðar myndir, þær eru það ekki (þó svo að ég láti það ekki á mig fá). Ég er að segja að gömlu myndirnar eru...

Re: Blús og Reggí

í Rokk fyrir 22 árum
Ég hefði alveg áhuga á að fá Blús áhugamál. Hef lítinn áhuga á Reggí<br><br>http://www.jupiterfrost.net/pan

Re: Jeff Bucley

í Rokk fyrir 22 árum
Tónleikarnir voru reyndar endurteknir tvisvar.<br><br>http://www.jupiterfrost.net/pan

Re: Audioslave

í Rokk fyrir 22 árum
Mér finnst einmitt að Cornell röddin geri sveitina seventies-lega (eitt af mínum uppáhalds tímabilum). Sveitin sjálf virðist líðið breytt hvað varðar tónsmíðar (ég hef aðeins heyrt Cochise) en blæbrigðin sem röddin gefur eru alger kúvending frá Zack.

Re: When I Try to Stand

í Ljóð fyrir 22 árum
Takk.

Re: Bestu illmennin

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Nafnið á myndinni bendir til þess að hann sé vondi gaurinn. Mason Verger var ekki vondi kallinn þar sem markmið myndarinnar var ekki að ná honum. Hannibal var bráðin, líkt og Buffalo Bill og The Tooth Fairy. Öll spenna í myndinni byggist upp í kringum hann, að svínaatriðinu undanskildu, en það sýndi einmitt vanmátt Masons gangvart Hannibal. Ógn myndarinnar var ekki klaufinn sem féll fyrir bráð sinni heldur mannætan sem lét ekki víla fyrir sér að skera af sér hendina til að sleppa. Hefði...

Re: Bestu illmennin

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
“Hannibal Lecter er ekki illmenni. Hann var aldrei ”vondi kallinn“ í Lecter myndunum. ” Mig langar ekki til að ýfa upp þetta rifrildi en Hannibal var “vondi kallinn” í Hannibal.

Re: Psycho (1960)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Skemmtileg staðreynd fyrir þá sem ekki vissu (ég vissi það ekki sjálfur fyrr en nýlega): Janet Leigh er mamma Jamie Lee Curtis. Mér finnst skondið og skemmtilegt að hugsa til þess að JL skuli leika konuna drepin í sturtunni með þessum stóra hníf (fyrirmynd allra slasher mynda, no doubt) og svo leikur JLC í Halloween seríunni stelpuna sem drepst aldrei.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok