Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: The Critics' Choice Awards 2001

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég held að artígaurarnir sem ráða tísku heimsins, hvort sem það er fatnaður, tónlist eða kvikmyndir ráði ekki andlega við að ævintýrasaga skuli vera svona góð. Þeir virðast líta á ævintýrin sem barnasögur og þar sem enginn er dauðvona eða fatlaður á einhvern hátt. Takið eftir hvað margir óskarsverðlaunahafar fyrir aðalhlutverki hafa leikið menn sem voru andlega heftir eða dauðvona. Tom Hanks gerði það tvisvar (hef ekkert á móti Hanks en mér fannst hann ekki hafa átt að vinna fyrir...

Re: Þær 5 myndir sem maður getur ekki beðið eftir

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Minn listi er á þessa leið: 1. Lord of the Rings: The Two Towers 2. Star Wars II: The Attack of the Clones 3. Spider-man 4. Men in Black II 5. Bond myndin sem á að koma í okt. eða nóv.

Re: Stir of Echoes

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þessi mynd var fín en leið fyrir það hjá mér að hafa komið út rétt á eftir Sixth Sence. Það var of mikið líkt með þessum myndum og Sixth Sence var mun betri.

Re: Stir of Echoes

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þessi mynd var fín en leið fyrir það hjá mér að hafa komið út rétt á eftir Sixth Sence. Það var of mikið líkt með þessum myndum og Sixth Sence var mun betri.

Re: Lord Of The Rings

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það er einmitt það sem þeir gerðu. Þeir eyddu einu og hálfu ári í upptökur og kláruðu svo fyrstu. Hinar tvær lágu ósnertar (eða hérumbil) þar til eftir frumsýningu FOTR.

Re: N'sync ekki í episode 2 !!!!!!

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég verð að segja að stundum getur hópþrýstingur látið gott af sér leiða! Pressure rules!

Re: Mel Gibson

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Góð grein, en ég verð að vera ósammála með Rene Russo, alla vega í LW3 (var óhress með hana í Ransom og LW4). Hún var fín í þeirri mynd, sérstaklega atriðið á bílaverkstæðinu þegar hún lemur 3 gaura ein á meðan Riggs og Murtaugh horfa á, og svo þegar hún og Riggs eru að bera saman örin (kannski handritinu að þakka). Lethal Weapon myndirnar set ég í þessa röð: LW1 (Gary Busey rúlar) LW3 (Slappur bófi en hundurinn er kúl) LW2 (Hvað var Patsy Kensit að giftast Gallagher fíflinu?) LW4 (Jet Li og...

Re: The Silence of the Lambs (SPOILER)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þú ert skrítinn lítill karl.

Re: N´SYNC í Episode 2???????????????????

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Burtséð frá því hvort þeir verða eða ekki í myndinni þá finnst mér að George Lucas hafa gleymt því að hann er slæmur leikstjóri og slæmur handritshöfundur en góður í að ímynda sér hluti. Þess vegna hefði hann átt að láta handritið (að öllum myndunum) sem hann skrifaði til atvinnu handritshöfunds sem hefði getað gert samtölin trúverðug (eins og samtölin í kafla 1 eru ekki) og láta einhvern góðan leikstjóra, sem er aðdáandi fyrri myndanna um leikstjórn. Lucas gæti verið fínn pródúser but that's it.

Re: The Silence of the Lambs (SPOILER)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég er frekar nýr hérna inni á Kvikmyndir en ég verð að vera hreinskilinn og segja að það er hálf undarlegt að skrifa grein sem er sagan eins og hún leggur sig. Fyrir manneskju eins og mig, sem er búinn að sjá myndina, er þetta tilgangslaus grein og fyrir þá sem hafa ekki séð hana eyðileggur þetta myndina! Það hefði verið mun skemmtilegra að sjá einhverjar skemmtilegar staðreyndir um myndina, um gerð hennar eða manneskjurnar sem að henni stóðu.

Re: Arnold Schwarzenegger

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Batman & Robin hefur skemmtanagildi ef maður lítur á hana sem framhald af gömlu Adam West þáttunum. Bætið bara inn pásu og teiknuðu “POW” merki í hvert sinn sem einhver er kýldur. Látið svo “nana nana nana nana nana nana nana nana Batman” lagið hljóma undir og maður er kominn með fína grínmynd! nana nana nana nana nana nana nana nana Leader!

Re: The Impostor

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ef þessi mynd er að stela frá Armageddon þá hlýtur hún að vera afspyrnu léleg! Það er góð regla ef maður ætlar á annað borð að stela, að stela frá góðum myndum (bið þá sem fíla Armageddon afsökunar á þessum ummælum).

Re: The Impostor

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ef þessi mynd er að stela frá Armageddon þá hlýtur hún að vera afspyrnu léleg! Það er góð regla ef maður ætlar á annað borð að stela, að stela frá góðum myndum (bið þá sem fíla Armageddon afsökunar á þessum ummælum).

Re: Er þetta áhugamál bara um gítara?

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hugmyndin um Huga.is er sú að síðan sé um það sem þú vilt. Ef þú vilt sjá eitthvað um trommur, hljómborð, bassa eða eitthvað annað en gítar þá er þér velkomið að stuðla að þeirri umræðu. Því miður ertu í talsverðum minnihlutahóp á landinu þar sem gítarinn er vinsælast hljóðfærið í heiminum og einnig á íslandi. Það er ástæðan fyrir þessum gítarumræðum hérna. Hins vegar er fullt um annað líka! Sjálfur er ég gítarleikari, bassaleikari, trommari og píanóleikari (stefni næst á fiðluna) með...

Re: Weezer komin með 13 demo.

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jæja Daníel Botn (í merkingunni afturendi eða…?). Nú er gaman hjá mér! Ég er yfirleitt ekki hlyntur skítkasti en þú náðir mér í vondu skapi. Þú ert hálfviti. Jæja þá er skítkastið búið og ég ætla þá að halda áfram að rakka þig niður á vitsmunalegan hátt. Eitthvað sem þú hefur ekki hæfileika til. “Þú fílar greinilega ekki grænu plötuna því að hún seldist svo vel. Ég keypti diskinn áður en að útvarpsstöðvar fóru að spila lögin. Ég er líka búinn að vera fan svo lengi og var búinn að bíða lengi...

Re: Mjúsik

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hljómsveitin mín er sammála því að við erum rokk hljómsveit en hvers konar rokk vitum við ekki þar sem við erum út um allt í tónlistarsköpun. Við spilum lítið eftir aðra, einfaldlega vegna þess að við erum of uppteknir við að semja. Þar sem allir meðlimirni semja þá eru áhrifin vægast sagt alls staðar að.

Re: bögg, bögg og aftur bögg

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hvar var þessi niðrandi grein um Sign?

Re: Ebow

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég hef einmitt verið að pæla í að fá mér slíkt tæki en eins og síðasti maður nefndi þarf víst þjálfun í að fá gott sánd. Er einhver með reynslusögur af ebow og jafnvel tækniráðleggingar. Hvernig tónlist eru þið sem eigið svona að spila?

Re: Weezer komin með 13 demo.

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég er að vona að þessi 28 mín. diskur sem gengur undir nafninu græna platan muni eftir einhvern tíma teljast til einhvers djóks hjá Weezer og að þessi nýja muni vera platan á eftir Pinkerton

Re: Veit einhver hvar

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Eini tónlistarmaðurinn sem ég man eftir sem á að hafa drepið hænur á sviði er Manson

Re: travesty, complete and utter travesty!!!!!

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ef þú greatness, eða þið hinir hugsauðirnir hafið áhuga á nákvæmum reglum varðandi þessi mál þá er mjög góð frásögn á mannamáli á Stef.is. STEF, fyrir þá sem ekki vita eru Samtök Tónskálda og Eigenda Flutningsréttar. Ef þið ungu tónlistarmenn eru stressaðir við að láta fyrirtæki á við skífuna ræna ykkur í framtíðinni skulið þið tala við þá.

Re: Copy/paste. Á ensku

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Snilld

Re: Vandamál uprennandi tónlistarmanns

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Tónlistarsköpun er ekki fyrir þá sem nenna ekki að spila. Mitt ráð er að leita þér að öðrum til að stofna hljómsveit með. Það er kannski harkalegt að koma þannig fram við vini sína en ef þeir eru ekki að nenna þessu þá til hvers að gera þetta. Svo er ekki auðvelt að finna hóp af fólki sem vill spila sömu tónlistarstefnuna. Oft þarf maður að beygja sig undir þá staðreynd að mennirnir eru ólíkir innanborðs. Ef ykkur tekst ekki að halda friðinn innan hljómsveitarinnar vegna þessa og gera...

Re: fyrsta lag ársins

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Fyrsta lagið sem ég heyrði á nýja árinu var Trouble með Coldplay þar sem tónleikarnir voru í sjónvarpinu. Var nokkuð ánægður með það. Hins vegar var ég nýbúinn að fá Staind diskinn nýja í gjöf og var hann það sem ég tékkaði á í þessari 2 daga þynnku!

Re: Desperate Statement!!!!!!!!!!!!!!!!

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Erum við þá sáttir Corky?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok