Það eru fáir tónlistarmenn í þeirri aðstöðu að setja verðmiðann á plöturnar sínar. Það eru plötuútgefendur og plötubúðirnar sem sjá um það. Þeir eru þeir gráðugu í þessum bransa. Svo er þetta líka bara spurning um framboð og eftirspurn. Þannig virkar allt í heiminum, ekki bara plöturnar. Ef þú ert tilbúinn að kaupa geisladisk á 2700 kr þá færðu hann á 2700 kr. Ég, prívat og persónulega, hef ekki verslað disk í skífunni síðan þeir hækkuðu diska yfir 2200 kallinn, sem mér fannst samt þá þegar...