14 ára og 17 ára? Tja… mér finnst það svolítið hæpið, vegna þess að yfirleitt er rosalega mikill þroskamunur á þessum aldri. Sá eldri er að byrja sitt annað ár í menntaskóla meðan sá yngri er að byrja í 9.bekk. En auðvitað eru undantekningar á öllu, aðal málið er bara að láta sér líða vel saman.
Ég borða ekki kjöt né egg og er með mjólkuróþol og mér líður bara mjög vel. Það er ekkert efni í kjöti né mjólkurvörum sem maður getur ekki fengið úr grænmeti, ávöxtum, baunum, soya o.fl. Þetta er bara spurning um að borða rétt.
Mér finnst Tívolí mikið skemmtilegri staður en Bakken, ég neitaði því aldrei. Ég varð bara svo innilega fyrir vonbrigðum með þennan rússíbana, Dæmonen. Mér fannst trérússíbaninn kannski ekki beint spennandi, mér fannst bara gaman í honum.
Já, ég var líka með armband en mér fannst hann bara ekki þess virði samt :) Mér fannst gamli rússíbaninn í Bakken mikið betri, ég fór eins oft í hann og mátti með armbandið, minnir að það hafi verið 10 skipti.
Ég er sammála! Ég á nokkrar vinkonur sem eru bara 16-17 ára en eru samt að fara að hugsa um að leigja með kærastanum, kaupa sér bíl og eru alltaf á djamminu á skemmtistöðum niðri í bæ. Hvað varð um að njóta æskunnar meðan maður getur það ennþá?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..