Í grófum dráttum er þetta svona, já, en “samruninn” hefði aldrei orðið að veruleika ef ekki hefði verið fólk í báðum flokkum sem vildi þetta. Margrét Frímannsdóttir var t.d. síðasti formaður Alþýðubandalagsins, samt endaði hún í Samfylkingunni. Einhverjir kratar gengu líka í VG, þótt ég muni ekki eftir nafni í augnablikinu, enda er Margrét sennilega þekktasta dæmið um manneskju sem passar ekki inn í þessa alhæfingu.