Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Trivia

í Metall fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Billjarðkúlan sem glittir í á 1. bandi við hægri brún myndarinnar..

Re: Pumpuorgel

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ég myndi ráðleggja þér að auglýsa einhvers staðar þar sem þú gætir náð til augna sveitafólks, mér finnst eins og ég hafi rekist á svona á flestum þeim bóndabæjum sem ég hef komið á… Svo er náttúrulega allt annað mál hvort þau séu á annað borð föl.. Hef líka séð svona í Góða hirðinum, sakar ekki að renna við þar þótt þetta sé eflaust fáséð, þá hugsa ég að þau sem detta þar inn séu ekkert að stoppa stutt..

Re: Pickupar

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Þú segir samt efst að þetta sé 81, hann er aktívur..

Re: ESP Viper-10 eða M-10?

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Það sem hann sagði. Sömu gæði, svo taktu þann sem þú fílar betur.

Re: Pickupar

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Invaderinn er snilldarbrúarpickupp í bjarta gítara. Henti einum í Epiphone Flying-V sem ég held aðeins í vegna tilfinningalegs gildis, og það gjörbreytti gítarnum. Ég hefði aldrei látið mér detta í hug að taka hann með upp á svið áður, en hann hefur séð tvenna tónleika eftir breytingar :)

Re: Pickupar

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ef hann er eins og gaurinn segir, sem nýr í kassanum, þá fylgja allir vírar og takkar, og þú þarft að passa þig á því að með EMG þarftu að skipta um takkana, þeir nota aðra mótstöðu en aðrir pickuppar, og best væri að þú værir annað hvort með annaðhvort bara EMG eða engan EMG í gítarnum nema það séu sjálfstæðar stillingar fyrir hvern pickup fyrir sig.

Re: Pickupar

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Svona póstar eru skv. reglum bannaðir, en bullið hér á eftir er svo fyndið að ég leyfi þessu að vera í þetta skiptið. Bara ekki gera þetta aftur.

Re: Hvernig Gítar?

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Lærir alveg jafn mikið á “einhvern mega metal gítar” og einhvern sem þú neyðist til að skipta út strax og þú ert búinn að læra eitthvað af því hann hentar þér ekki. Einmitt betra að byrja á “einhverjum mega metal gítar” ef menn eru að spá í metal á annað borð, þá missa þeir síður áhugann. Squier pakkinn hentar ekki í þessa músík sem korkahöfundur hefur áhuga á, ef hann getur ekkert leikið sér milli æfinga með þetta glam/hard rock sound sem hann langar í, er mikið líklegra að hann missi...

Re: Hvernig Gítar?

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ódýr LTD eða Tradition gítar með humbucker (tvöföldum) pickuppum og Line6 Spider af minni gerðinni. Ekki sammála mönnunum sem mæla með Squiernum fyrst þú ert að spá í hart rock Bætt við 16. janúar 2008 - 17:48 Svona vel á minnst, græjurnar sem ég er að mæla með fást í Tónastöðinni í Skipholti.

Re: Tónlekar

í Rokk fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Hvar er þessi viti í hafnarfirði? Aldrei að vita nema manni dytti í hug að kíkja..

Re: Jet Black Joe tónleikar ?

í Rokk fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Fyrir 5.900, ekki séns. Veit ekki hvaða bjartsýni þetta er að ætla að fylla Höllina fyrir 6000kall með bandi sem ekki nær að fylla Gaukinn fyrir 1.500…

Re: Trivia

í Metall fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Enda er þetta sennilega kjánalegast BM bandið í bransanum, þótt af mörgu sé að taka.

Re: Marshall AVT series??

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Örugglega ekki, þessir magnarar eiga að þjóna sama markhópi og gömlu AVT, og eru því pottþétt á sama verðbili, þótt það gæti svo sem munað einhverjum þúsundköllum.

Re: Græjurnar

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ekkert að því að plebbast þegar menn hafa efni á því. Gott safn hér á ferð!

Re: gítar til sölu !

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ég hef bæði keypt og selt notaða gítara á huga, og les langflesta söluþræði, enda er það inni í “starfslýsingunni” sem stjórnandi hérna að reyna að komast yfir að lesa allt það efni sem hingað kemur inn, og nei ég sé ekki hvað þú átt við. Gítarar (og flest önnur hljóðfæri) fylgja ekki sömu lögmálum um ferðfall og t.d. raftæki eða bílar. Falla um þessi eðlilegu upprunalegu 20% við fyrstu kaup (enda virðisauki yfirleitt aðeins greiddur af upprunalegum seljanda, nema þá kannski varan fari aftur...

Re: Trivia

í Metall fyrir 16 árum, 10 mánuðum
HAhahaha Meistarar (svona á sinn afar sérstaka hátt) :P

Re: gítar til sölu !

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ef þú ert ósáttur við verðið, þá reynirðu að prútta. Ef þú hefur engan áhuga yfir höfuð þá læturðu það eiga sig. Það er seljandans vandamál ef hann verðleggur vöruna of hátt og gerir engum gagn að rífa kjaft yfir því. Bætt við 12. janúar 2008 - 07:54 …fyrir utan það að það er ekkert að verðlagningunni í þessu tilfelli. Þótt þú hafir lent á einhvers konar brunaútsölu þá er ekki þar með sagt að allir þurfi að selja notuðu hljóðfærin sín á þannig verði..

Re: Hagstæðasti byrjendapakkinn.

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Myndi ráðleggja viðkomandi að fara í Tónastöðina og kaupa Tradition eða ódýran LTD gítar og Line6 Spider í minni kantinum frekar en að fara í þessi pakkatilboð.

Re: Skemmtistaðir í rvk?

í Djammið fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Lögbundið aldurstakmark er 18 ár, en staðirnir hafa leyfi til að hækka það eftir hentugleika og það er venjan að hækka það upp í a.m.k. 20 ár, enda mun auðveldara að afgreiða á barnum þegar enginn á að vera inni sem ekki er með aldur til áfengiskaupa. Síðast er ég vissi var einhver staður uppi á Höfða með 18 ára aldurstakmark, en þeir lentu í veseni fyrir ekki svo löngu svo það getur vel hafa breyst, annars held ég að allir séu með a.m.k. 20.

Re: KINKY LESSUKLÁM

í Metall fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ahh .. ef hljómsveitin hefði ekki tekið sér svona langt jólafrí væri maður alveg til í þetta. Mátt svo sem reyna að pikka í mig þegar þú veist endanlega dagsetningu, upp á það hvort við teljum okkur geta náð upp þéttleika fyrir þann tíma, eða senda pm til að skiptast á númerum upp á framtíðina, það er allt of lítið af metalböndum í léttari kantinum í umferð, svo leiðir okkar þyrftu að liggja saman í framtíðinn hvort eð er :P

Re: Drykkir 2007

í Djammið fyrir 16 árum, 10 mánuðum
El Grillo er að koma sterkur inn, vona bara að fleiri séu sammála mér svo hann komi í fleiri búðir svo maður þurfi ekki alltaf að fara inn í Kringlu til að ná í hann Sterkt .. ég er svo vanafastur, að það er bara Finlandia eins og síðustu 7 árin :P Annars lærði ég loksins að drekka rauðvín á árinu.

Re: 2007 í tölum

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Well.. kynlífsáhugamálinu var skipt í tvennt í fyrra.. ef það væri sér áhugamál fyrir half life og annað fyrir counterstrike myndi það áhugamál eflaust síga um einhver sæti líka..

Re: ESP MX250

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Það er einmitt ástæða þess að þessi fæst ekki lengur nema í Japan, Gibson eiga réttinn að löguninni á boddýinu.

Re: Er eitthvað vit í Line6 mögnurum?

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Spiderinn er fyrirtaks byrjendamagnari, býður upp á svo margt að menn geta notað hann sem grunn til að finna hvað þeir munu svo koma til með að vilja þegar þeir stækka við sig. Myndi hins vegar ekki eyða púðri í stærri Spiderana, ef þig vantar magnara með hljómsveit myndi ég skjóta á eitthvað aðeins dýrara og betra. Dýrari Line6 magnararnir (sem mér finnst oft gleymast í umfjöllun um merkið), hvort sem er Flextone eða þá sérstaklega Vettan, eru hins vegar brilliant livegræjur fyrir menn sem...

Re: ESP MX250

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Nei, en þeir eru bara sérsmíðaðir fyrir innanlandsmarkað í Japan. Eina leiðin til að eignast svona nýjan er að finna japanskan söluaðila sem er til í að senda hingað (og þú þarft að eiga um 300 fjólubláa ef ég man rétt)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok