Það er ekki hægt að segja að annað sé betra en hitt, spurning um smekk, þegar þú ert með “neck through” gítar þá nær viðurinn í hálsinum alla leið í gegnum gítarinn, svo pickupparnir sitja eiginlega á hálsinum, þar sem það eru engin samskeyti neins staðar milli hnetu, brúar og pickuppa þá er aðeins meira sustain, og svo er hællinn yfirleitt rúnaðri á neck through gíturum, svo menn með minni hendur eiga auðveldara með að ná upp á efstu böndin, en flestir lenda ekki í neinum vandræðum með það...