Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Epiphone Sheraton II

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Sætur gítar. Tillukku ef af verður.

Re: Heimilisgræjurnar

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
114 eða 115 stóð á miðanum, sem gerði 109 staðgreitt. Sennilega hafa þeir hækkað núna, eða eru að fara að gera það því krónan er talsvert mikið veikari gagnvart yeninu en hún var þegar ég keypti hann.

Re: ESP gítar

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þeir eru að búa þetta til til að sanna það að þeir geti gert nánast hvað sem er. Þeirra mottó er “If you dream it, we can build it”, og þessir gítarar (og þá sérstaklega englagítararnir) eru framleiddir til að sannreyna þá staðhæfingu.

Re: eBay - treystandi?

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Plús einhver 20 þúsund í sendingarkostnað..

Re: Magnarinn minn

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það fer svolítið eftir fjárhag og hvernig tónlist þú spilar. En svona miðað við eðlilega þróun á gítarmögnurum á ferli gítarleikara myndi ég ráðleggja þér að skoða Line6, annað hvort Spider 112 eða 212 eða Flextone Plus. Þeir kosta svona 40-70 þúsund minnir mig.

Re: Magnarinn minn

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Wow. DOD magnari.. hef ekki séð svoleiðis áður. Þar sem þú ert ekkert að nota svona kríli með hljómsveit þarftu sennilega voða lítið að hugsa um hve vel soundið “cuttar”, svo prófaðu að alveg nauðga tone-stillinunum, ýmist í topp eða botn.. Ég átti svona kríli einhverntíman sem soundaði bara drullu vel ef maður “scoopaði” það alveg (þ.e.a.s. miðjan í 0, hitt í 10).. annars hljómaði það bara eins og prump. Annars held ég að það gæti verið kominn tími á betri magnara :P

Re: PodXt Til Sölu Selts Ódýrt

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
hehehe

Re: EMG Zakk sett?

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það fer víst eftir gítarnum. Margir eru mjög sáttir við 81 í brúnni, en ég fékk gítar með 81 og var ekki sáttur við hann fyrr en ég skipti honum út fyrir 85. Þeir sögðu niðri í Hljóðfærahúsi að 81 hentaði betur efnismeiri og dýpri gíturum sem brúarpickup, eins og t.d. Les Paul. Minn, þrátt fyrir að vera í laginu eins og Les Paul er þunnur eins og SG svo 81 pickuppinn náði ekki að njóta sín. Eða þá að 81 er bara ekki fyrir mig :P

Re: Æfingarhúsnæði

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það er líka draumur hins gítarleikarans í bandinu mínu. Gallinn er að hann vill flytja alla leið upp í Hrútafjörð, en bæði ég og bassaleikarinn erum uppaldar miðbæjarrottur. Mér finnst ég vera kominn upp í sveit nú þegar ég er fluttur í Kópavoginn, hvað þá ef ég færi að þvælast eitthvað lengra :P

Re: PodXt Til Sölu Selts Ódýrt

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þtót þú rgilur sötufm inann oðrs, þá tlúakr hielnin það yieltifrt rtét ef fsytri og sðísati satufr eru á rutétm satð, því við luesm allt oiðrð en ekki sfanita hevrn firyr sig. Nokkuð skondið :P

Re: Æfingarhúsnæði

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Líka ef þú flytur á bóndabæ.. örugglega hægt að redda æfingahúsnæði í tómri skemmu, og langt í næstu nágranna svo enginn kvartar yfir hávaða :D

Re: FEAST YOUR EYES INSIDE!!!

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Yup. Þeir eru á samkeppnishæfu verði í Ameríku, en hér í Evrópu eru þeir of dýrir miðað við helstu keppinauta. Hugsa að ef einhver færi að flytja inn þýsku Diezel magnarana, sem þykja talsvert betri magnarar, gætu þeir endað í sambærilegum verðflokki. En Mesa/Boogie er þekktara nafn svo það er líklegt að þeir nái betri sölu þrátt fyrir það. Mér finnst að einhver ætti að fara að flytja inn ENGL, sem eru eftir því sem ég best veit líka þýskir. Þeir eru að gera góða hluti í dag, og yrðu...

Re: EMG Zakk sett?

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
EMG pickuppar kosta 7900 stykkið, svo líklega er ZW settið eitthvað í kringum 15-16 þúsundin, því það er ekkert í því nema tveir pickuppar og allt sem þeim fylgir. Ég mæli með því ef þú kaupir það að þú prófir að víxla því, þ.e.a.s. setjir 85 pickuppinn í brúna og 81 við hálsinn. 85 er brilljant í brúnni, en ég hef heyrt að mörgum þyki hann of djúpur í hálsinn.. Og já, eins og fyrri ræðumaður sagði, þá er Hljóðfærahúsið að selja EMG, ekki Tónastöðin.

Re: eBay - treystandi?

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Já vá.. ég tók ekki eftir því að þetta eina pund væri buy it now.. hélt þetta væri upphafsboð. Þessi gítar er 99,5% örugglega ekki alvöru Ibanez heldur MJÖG ódýr kópía. Fæstir svindlarar eru að svindla með svona lágar upphæðir, en gítarinn er trúlega ekki sendingarkostnaðarins virði.

Re: eBay - treystandi?

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég hef meiri áhyggjur af gítarnum heldur en seljandanum.. Þetta virðist vera Ibanez, en verðið er ískyggilega lágt (reyndar byrja margir á $1 til að losa hlutinn örugglega út, því það skilar jafnvel hærra lokaverði en að byrja einhversstaðar rétt undir markaðsverði), og lýsingin er mjög shady. Hann minnst aldrei á hvernig gítar, úr hverju hann er eða hvað er í honum. Hann er með tvær lélegar myndir af öllu boddýinu, engin smáatriði, og hann hefur mest verið að selja bara “hittogþetta”, hefur...

Re: Magnarar

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hvar grófstu upp þennan Cornford? Ég held ég hafi aldrei séð svoleiðis í eigin persónu..

Re: varðandi þessa könnun

í Metall fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það er talað um seinna á þessu ári, en þeir hafa alveg átt það til að vera lengi að ropa út plötum svo maður veit svosem aldrei. Örugglega á þessu ári eða næsta myndi ég samt segja nema eitthvða komi upp á.

Re: Magnarar

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
? Nei, en þú? ha?

Re: Varahlutir

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
http://www.stewmac.com/ ?

Re: Gítarnámskeið í sumar!

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Lesa auglýsinguna kannski: Einkatímar 1-2 í viku eftir samkomulagiEinkum ætlað ungum og ómótuðum spilurum en lengra komnir einnig velkomnir.

Re: FEAST YOUR EYES INSIDE!!!

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Mikið notaðir af böndum vestanhafs. Mesa/Boogie Mark series m.a. af Carlos Santana og Metallica. Rectifier magnararnir eru mjög vinsælir í nu-metal. Annars hefur maður rekið augun í þetta í myndböndum hjá ólíklegustu böndum.

Re: Line6 Spider II

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég er búinn að spila í hartnær áratug og er með tvær lampahálfstæður uppi í húsnæði, en skammast mín ekkert fyrir það að vera með Line6 2x12 combo heima (reyndar Flextone, næsti klassi ofan við Spiderinn) Transistorakraftmagnari gefur jöfn hljómgæði sama hve mikið eða lítið er hækkað, svo hann getur hljómað vel án þess að æra nágrannana. Með 2 12“ keilur gæti ég samt alveg náð í þann hávaða og þéttleika sem þarf skildi ég ná mér í einhvers konar hliðarverkefni. Módúlurnar eru svosem...

Re: Magnarar

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Við vorum einmitt að spá í þessa undarlegu Peavey XXX og Marshall JCM-2000 dýrkun, ég og hinn gítarleikarinn í bandinu um daginn. Okkar kenning er sú að þetta eru einu svona “entry-level” metalvænu lampamagnararnir sem eru í almennri umferð á Íslandi, svo litlir krakkar í leit að metalsoundi sem hafa ekki tök á að leita lengra en niður í Holt finna bara þessa tvo og, þar sem þeir sounda meira metal en hinir þrír magnararnir sem þeir fundu í litlu sjoppunum hérna, halda þeir að þetta sé bara...

Re: FEAST YOUR EYES INSIDE!!!

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Jamm.. Gunnar sagði mér það að þeirra kröfur um lágmarkspöntun væri eitthvað sem myndu vera 20 ára birgðir á litla Íslandi. En sem betur fer virðast þeir hafa náð að leysa það. En Mesa/Boogie ráða sínu verði sjálfir, og eru ekkert að halda því lágu í Evrópu, svo líklegast munu ódýrustu hausar vera vel yfir 150kallinum. Ég vona bara að það séu Mark IV og Single Rectumfrier í þessari sendingu.. einu M/B hausarnir sem eru eitthvað að heilla mig eins og er..

Re: FEAST YOUR EYES INSIDE!!!

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þú ert bara fyrstur með fréttirnar :Þ
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok