Frá og með næstu mánaðarmótum verður afgreiðslutími kráa, skemmtistaða og veitingahúsa í Reykjavík, sem áður höfðu frjálsan opnunartíma, takmarkaður við klukkan 05:30. Verður stöðunum gefinn klukkustundar svigrúm til að rýma staðina. Opnunartíminn verður hins vegar rýmkaður á fimmtudögum og má hafa staðina opna til 02:00, í stað 01:00, aðfaranætur föstudags í allt sumar. Tillaga Verkefnisstjórnar um veitingamál var samþykkt í borgarráði þriðjudaginn 26. júní og gildir hún frá 1. júlí til 1....