Þegar fjallað er um skaðsemi kannabis er oft vísað til fjölmargra rannsókna, sem gerðar hafa verið á tetrahýdró-kannabín-óli, en það er virkasta efni kannabisplöntunnar og það sem framkallar vímu við reykingar. Gera verður ráð fyrir því að kannabisreykurinn hafi allar þær eiturverkanir, sem tetrahýdrókannabínól hefur. Hitt vill samt oft gleymast að kannabisreykurinn inniheldur fjölmörg önnur efni, sem komin eru úr kannabisplöntunni, til viðbótar við þau sem áður voru nefnd og finnast einnig...