Ekki betri en það hefur oft virkað hjá mér að kaupa mér eitthvað nýtt til að kveikja áhugan enn meira á því að fara spila. En svona eru foreldrar sem hafa lítin tíma með börnum sínum reyna að kaupa ást þeirra með gjöfum.
satt þetta með birgjana auk þess borgar það sig ekki fyrir hljóðfærahúsið að panta einn footswitch því að ferlið sem varan fer í gegnum endar bara nálægt 0 í gróða hjá versluninni. Þeir bíða eflaust eftir meiri eftirspurn frá sama birgja nú eða bíða eftir að lagerinn þeirra sé að tæmast af eftirfarandi vöruflokki.
ekki illa meint en afhverju að segja verðhugmynd 8.000-10.000 ? ekki eins og einhver komi núna og kaupi hann á 10þús ef þú segir 8-10þús. Frekar kannski að setja bara verð á hann leyfa kannski fólki að prútta aðeins.
lampar gera tóninn mikið mýkri. Já lampa-magnarar eru verða æ-vinsælli meðal bassaleikara, en persónulega finn ég ekki fyrir neinu svona “must have” fyrir lömpum.
ég er nú aðallega bara að fá mér nýtt box. Ampeg SVT-610HLF svo er ég hættur í bili að breyta, ég held ég sé komin á rétta leið eftir hverju ég er að leita. Enda er ég mjög sérstakur á hvaða sound ég vill :/
pantaðu footswitchin að utan bara í gegnum Shopusa eða eitthvað þannig. Sendu svo hljóðfærahúsinu póst um að þú þurfir ekki þennan footswitch þar sem þú keyptir hann annarsstaðar og segðu þeim frá því hversu lengi þú varst búinn að bíða eftir þeim?
nei, en ég myndi fara niðrí búð og segja þeim að hversu lengi þú sért búinn að bíða og þeir eiga það skilið að heyra skammir. Þeir læra ekkert nema af mistökunum!
hehe afar slappt :P mér finnst ömurlegt kynningarstarf á hljóðfærum á íslandi. Afhverju er ekki ýtt meira á krakka þegar þau eru í tónment að byrja á hljóðfæri?
hef heyrt góða hluti af þessum Blow Torch. En ég mæli með að þú kíkir á B:assmaster mynd: http://www.bassexchange.com/catalog/images/Malekko%20Bassmaster%201.jpg Hann er víst að detta inn núna og er orðin mjög vinsæll meðal bassaleikara.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..