Það hefur verið hefð í þónokkur ár að hittast heima hjá bróður mínum sem að mauksýður bæði skötu og tyndabykkju í haugum, og svo setjumst við yfir hnossgætið og snæðum bæði og þrumara með smjöri. Þessi hefð er indæl, lyktin er ekki góð og á ekki að vera góð, en skata með lufsu (fitusoðið, amn ekki hvað það heitir) og þrumari (erm, þarna, brúnt brauð, maður fretar voða mikið af því, rúgbrauð) er bara snilld. hef borðað þetta síðan ég var lítill, er 19 núna og get ennþá étið þennan sora....