Á björtum vetradegi sit ég við gluggan minn og horfi á fjöllin sveipuð blámóðu í fjarska þau eru samt svo nærri mér, er leikur sér sólin lágt á lofti og sendir til mín hamrabelti og efstu tinda, yfir roðagyllta jörð á vængjum skuggans. Litla öspin frá síðasta sumri má ekki minni vera þegar hún langan og stóran skugga sinn sér, teygir hún sig upp í gluggann til mín og hrópar “svona stór skal ég verða” einn dag í garðinum hjá þér Á björtum vetradegi verða skuggarnir svo langir og stórir að hin...