Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Múslímasauðir

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þér er nú vart við bjargandi með þetta viðhorf. Hér er spurning. Finnst þér Gunnar í Krossinum (svo ég taki hann aftur sem dæmi) gefa rétta mynd af kristnu fólki? Finnst þér að það eigi að dæma alla kristna eftir því hvernig Gunnar öfgatrúarseggur hagar sér? Finnst þér það sanngjarnt? Það hlýtur að vera…

Re: Múslímasauðir

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég gæti ekki verið meira ósammála þér. Þú verður að gera þér grein fyrir því að það er mjög þröngur hópur múslima sem gengur fram með hryðjuverkum í heiminum. Þetta eru ofsatrúarmenn. Ýmindaðu þér Gunnar í Krossinum með biblíu í annarri og skammbyssu í hinni. :) Gaman að þessu…

Re: Múslímasauðir

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þessi líking gengur ekki upp. Ofsatrú og siðblindni smitast ekki eins og salmonelluveiran.

Re: Múslímasauðir

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Tjah, ég hefði kannski mátt orða þetta betur. :)

Re: Múslímasauðir

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég skil hvað þú átt við. Þú ert semsagt á móti hryðjuverkamönnum, eins og allir. Ekki múslimum. Flestir múslimar eru mjög gott fólk.

Re: Múslímasauðir

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hæst glymur í tómri tunnu. Þetta á líka við um múslima. Ekki dæma fjöldann útfrá einhverjum nokkrum.

Re: Jakobínarína?

í Rokk fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Alveg einstaklega glatað band að mínu mati. Sjaldan heyrt leiðinlegri músík.

Re: Epiphone Goth og Laney stæða.. ÓDÝRT

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Nánari upplýsingar um magnarann?

Re: Spáný hugmynd frá asnanum mér

í Hugi fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þetta er dæmisaga, þetta á ekki að hafa gerst í alvörunni. Náttúrulega mjög auðvelt að gera lítið úr biblíunni ef maður dregur hana niður á svona plan og reynir að benda á einhverjar staðreyndarvillur. Annars eru trúarbrögð rót mikils vanda í alheiminum. Ég er feginn að vera trúlaus með öllu, og að þurfa ekki einhverja trú til að líða betur. Ég get samt alveg borið virðingu fyrir því fólki sem að finnur einhverja huggun í þessarri bók, það er allt í góðu. En fólk sem segist trúa ‘af því...

Re: Netið

í Hugi fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þetta ætti að virka. Passaðu þig á að nota Uplink portið á switchinum upp í router. Gætir líka prófað að festa ip tölur á þeim tölvum sem að kemur “limited or no connectivity”.

Re: Bjór?

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Jú, það er einn ákveðinn maður sem er svalari með bjór í hendi.

Re: til solu

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Vá hvað ég væri þvílíkt til í þetta. Og oj bara hvað ég vildi eiga endalausan pening. Ætla samt að pæla í þessu.

Re: Reykingarfasisminn....

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
En já, nenni ekki að svara þessu, fæ heldur engin marktæk rök önnur en blaður og þvaður um frelsi til að skaða og angra aðra… Skrýtið, ég var einmitt að hugsa það sama. En aftur, góðar stundir.

Re: Reykingarfasisminn....

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Tjah, frumvarpið er til þess að vernda þá sem verða fyrir því persónufrelsi að geta ekki andað að sér hreinu lofti. Þú varst að enda við að viðurkenna að þú værir það þrjóskur að þú myndir frekar vilja anda að þér eitruðum reyknum heldur en hreinu lofti á skemmtistöðum. Þar af leiðandi er ekki verið að skerða persónufrelsi þitt. Mér sýnist á öllum svörunum þínum að þú styðjir þetat frumvarp eingungis vegna þess að reykingar eru óhollar. En jújú, allir hafa rétt á sinni skoðun…

Re: Reykingarfasisminn....

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég áttaði mig alveg á inntakinu í fyrri póstinum. En þar sem að þú myndir frekar kjósa að húka í reyknum frekar heldur en hreina loftinu, þá áttu nú lítið eftir í þessa umræðu. Mér sýnist því þessu samtali vera barasta lokið. Góðar stundir.

Re: Reykingarfasisminn....

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það er ekkert mál að opna reyklausa skemmtistaði. Og ekkert meira mál að opna reyklausan stað þar sem rokktónlist er spiluð, og uppsetningin er kósý. Það er engin regla að reyklausir skemmtistaðir þurfi að vera eitthvað verri heldur en þeir skemmtistaðir þar sem reykingar eru leyfðar. Varla liggur þessi sjarmi sem þú talar um í reyknum. Þetta þykja mér léleg rök. Jújú, það er eitt að segja og annað að framkvæma. En það er ekkert mál að segja þetta, og lítið meira mál að framkvæma þetta....

Re: Reykingarfasisminn....

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hver einasta spurning byrjaði á stórum staf og endaði á spurningamerki. Þú ættir kannski að hækka upplausnina hjá þér. :) No reason to get all big… :) Og til að svara spurningunni þinni, þá tel ég betri lausn að ýta undir þróun í átt að fjölgun reyklausra skemmtistaða.

Re: Reykingarfasisminn....

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Enda þykir mér það fáránlegt að það sé ekki skylda að hafa reykherbergi með góðri loftræstingu í framhaldsskólum og opinberum stofnunum. Er það bara í lagi að henda fólki út að reykja, sama hvernig veður er? En hinar spurningarnar mínar, heldurðu að þú sjáir það í hjarta þínu að svara þeim? :)

Re: Reykingarfasisminn....

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég er alveg sammála þér, það er alltof lítið úrval af þessum stöðum sem eru reyklausir. Og ég bara hreinlega skil ekki af hverju þeir eru ekki fleiri þar sem að 80% landsmanna eru reyklausir. Ætti ekki fjöldi reyklausra skemmtistaða að vera í samræmi við það hlutfall. Ég skil ekki að skemmtistaðir þar sem að markaðshópurinn er 80% landsmanna geta ekki gengið upp. Í staðinn fyrir að banna reykingar á ÖLLUM skemmtistöðum, af hverju er ekki farið í það að ýta þróun af stað að reyklausir...

Re: Reykingarfasisminn....

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég er svo alfarið á móti þessu frumvarpi. Ef að þetta gengur í gegn, þá er ég fluttur burt af þessu fasistaskeri, það er á hreinu.

Re: Reykingarfasisminn....

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Margir vinir mínir reykja og ég myndi ekki vilja þurfa að velja á milli hvort að ég færi með þeim inn á einhvern reyklausan stað eða reykstað einungis vegna þess að þeir vilja reykja þar inni Einungis vegna þess að þeir vilja reykja þar inni? Hvað er málið? Þú semsagt metur þitt frelsi meira heldur en vina þinna? Það er nú bara hræsni.

Re: Reykingarfasisminn....

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Félagslegur þrýstingur, ég samþykki það. Ég geri mér grein fyrir því að ef að vinahópur þar sem sumir reykja og sumir ekki fara út á lífið, þá er ekkert vinsælt að splitta hópnum bara upp og hver fari sína leið. En hvað um vinahópana þar sem allir reykja? Af hverju ættu þeir ekki að geta labbað inná skemmtistað þar sem reykingar eru leyfðar? Þetta er að mínu mati skólabókadæmi um frelsisskerðingu. Og af hverju þurfa reyklausir skemmtistaðir að vera bara með hræðilega tónlist og hannaðir eins...

Re: Reykingarfasisminn....

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Mér þykir furðulegt að það sé svona lítil aðsókn í staði þar sem markaðshópurinn er 80% landsmanna. Af hverju fer reyklaust fólk frekar á skemmtistaði þar sem er reykt?

Re: Reykingarfasisminn....

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég held að þú sért ekki alveg að ná um hvað málið snýst. Þetta snýst um það að ef þú átt skemmtistað þá ræður þú ekki hvort að reykingar séu leyfðar þar inni eða ekki. Inní húsnæði sem þú átt. Hversu mikill fasismi er að taka það vald af þér að ráða hvort að reykingar séu leyfðar inná þínum eigin stað eða ekki? Er það ekki í kringum 80% þjóðarinnar sem að eru reyklausir í dag? Af hverju er svona mikið vandamál að opna reyklausa skemmtistaði? Miðað við það að 80% íslendinga séu reyklausir þá...

Re: marilyn manson

í Metall fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hann er ágætur. En The Reflecting God er geðveikt lag og hans besta lag að mínu mati. Þeir sem fíla ekki Marilyn Manson, tjekkið það lag, það er svakalegt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok