Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: umbreyting frá Rokki

í Rokk fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þegar ég byrjaði að hlusta á tónlist af einhverju viti var það einmitt bara rokk. Þangað til ég kynntist Black Sabbath, þeir breyttu öllu fyrir mig. Eftir þá lá leiðin bara í þyngri og þyngri hluti. Allt í einu var ég farinn að hlusta á Slayer og allt þetta. Síðan fór ég útí blackmetal og deathmetal á fullu. Emperor spilaði stóran sess þar. Ég hafði prófað að hlusta á öll blackmetal bönd sem ég fann. Síðan kom Prometheus diskurinn út með Emperor, og hann var ekki beint blackmetall. Ég missti...

Re: Þessi gaur!?

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Lítil önd hvíslaði að mér að þetta væri þjóðverji.

Re: Rafmagnsleysi

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Skjárinn hjá mér blikkaði, slökknaði á flestum rafmagnstækjum, en tölvan hélt sér í gangi. Eins gott því ég var búinn að vera að taka upp mjög lengi þegar þetta gerðist, og ég hefði endað líf mitt hefði ég misst þetta út. Þannig ég var heppinn.

Re: Dream Theater

í Metall fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Algjörlega sammála þér.

Re: Dream Theater

í Metall fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Dream Theater eru ágætir, en sólóefnið hans finnst mér vera algjört crap!

Re: frægasti trommari íslands

í Rokk fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég var ekki að reyna að særa þig, vinurinn, þessi gaur er örugglega mjög fær, ég veit ekkert um það. En þar sem Guðlaugur Bríem er með fremstu trommurum í heimi þá finnst mér mjög merkilegt að þessi gaur eigi eitthvað í hann.

Re: Þráðlaust net hjá símanum

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Já, það væri sterkur leikur. Ef að internetljósið slökknar þá missir routerinn netsamband. Dettur nokkuð DSL ljósið út líka? Það ljós á allta að vera stöðugt, á aldrei að blikka. Tjekkaðu á því.

Re: FTP

í Netið fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Sjálfur nota ég Serv-U. Ótrúlega einfalt í notkun. Svo notaði ég BulletProof FTP um tíma, og það er líka mjög þægilegt.

Re: frægasti trommari íslands

í Rokk fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Hefur hann spilað með einhverjum öðrum en þessum Júgursmyrsl? Aldrei heyrt um guttann, en ég efast um að hann slái Gulla Bríem við :) I could be wrong…

Re: Þráðlaust net hjá símanum

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þú verður að segja hvort að tölvurnar séu að missa þráðlausa sambandið við routerinn eða hvort að routerinn sé að missa netsamband. Ef þráðlausa sambandið er að detta út, gæti verið að önnur þráðlaus net í nágrenni við þig séu að trufla þitt þráðlausa net, og þá gætirðu prófað að skipta um rás sem þráðlausa netið sendir út á. Ef að routerinn er að missa netsamband gæti verið margt að. Þetta gæti verið prófílvandamál hjá símanum, þeas. línan er skilgreind fyrir aðra gerð af router heldur en...

Re: Live eða Studio?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég hef meira gaman af stúdíó upptökum, alveg by far.

Re: Fólk sem gerir ekki titil sem seigir um innihaldið..

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það er skárra heldur en að vita gjörsamlega hvað stendur í korkinum af fyrirsögninni að dæma eins og þessi korkur. Skemmtilegra að fá smá surprise :)

Re: englavængir

í Hugi fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Kjaftæði! Taktu þessa pillu og þú breytir um skoðun.

Re: Hvenær farið þið að heiman?

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Klára námið mitt um næstu áramót. Eftir það er ég fluttur að heiman, út til Danmerkur. Verð þá orðinn tvítugur.

Re: Black Metal

í Metall fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Emperor.

Re: Til þeirra sem eru með sjónvarp í gegnum ADSL...

í Hugi fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Til að horfa á þetta í fleiri sjónvörpum þarftu að nota coax kapalinn til að bera merkið í fleiri sjónvörp. Ein leiðin er að nota D/A breytinn í videotækinu til að breyta merkinu úr þessu staðlaða scart merki í analog merki. Þú þarft að geta séð videotækið sem um ræðir í öllum sjónvörpunum sem þú vilt sjá skjáinn í. Þú tengir scart-útganginn á afruglaranum við scart-inngang á videotækinu. Svo þarftu að stilla videotækið á External, AV eða eitthvað svipað (misjafnt eftir videotækjum). Þegar...

Re: Til þeirra sem eru með sjónvarp í gegnum ADSL...

í Hugi fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Scart-snúrur mega ekki vera lengri en 10 metrar, eftir það verður merkið of dauft.

Re: ....

í Metall fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Alveg sammála þér. Ætlaði samt ekki að starta einhverri trúarumræðu hehe, það er fátt leiðinlegra en það :)

Re: ....

í Metall fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það er komið í tísku að hata guð. Allir í bullandi uppreisn. Ekkert nema gott um það að segja. Fæ samt ekki skilið af hverju þeir sem trúa ekki á guð tali svona mikið um hann.

Re: Hróarskeldufarar Ath.!

í Rokk fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það lítur út fyrir það. 4 þarna sem ég er mjög mikill aðdáandi af. TOOL, Opeth, Roger Waters og Hatesphere. Hef ekki heyrt í öllum þessum hljómsveitum samt, en þetta lofar góðu. Svo eiga fleiri sveitir eftir að bætast við, vona að þær verði í svipuðum gæðaflokki.

Re: ....

í Metall fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Vill ekki vera leiðinlegur, en þetta er lélegt. Jújú, það er voða vinsælt að vera reiður út í guð og svona, en þú verður að minnsta kosti að gera það vel ef þú ætlar að gera það. Mikið um málvillur, og sérstaklega fannst mér seinni textinn glataður. Haltu endilega áfram að semja samt.

Re: Dagurinn þeirra.

í Smásögur fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Djúpt. Átt þú ekki afmæli 8. ágúst? :)

Re: TYR?

í Metall fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Já, sama hér. Hann er frábær gítarleikari.

Re: iron maiden

í Metall fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Aldrei fílað þetta band. Just not my cup of tea. Ætla hins vegar ekki að fara að drulla neitt sérstaklega yfir þá. Ps. Ekki láta börnin hérna ná til þín. Þeir munu vaxa úr grasi einn daginn.

Re: TYR?

í Metall fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það er bara einn gítarleikari í Freak Kitchen, Matthias Ekhlund.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok