Ég man eftir leikritinu Karton af Kamel sem Thalía setti upp fyrir einhverjum árum (2000-2001 líklega). Eftir því sem ég best veit er það síðasta verk SMS sem komið hefur út í plús. Ég man ekki hvaða tvö leikrit komu þar á eftir, enda ekki í skólanum þá, en leikritið í fyrra var skelfilegt. Thalíustjórnin í ár er hins vegar að gera mjög góða hluti og ég hef ekki heyrt nokkurn mann ósáttan við Komin til að sjá og sigra. Ætla að vona að með þessu skapist smá hefð með ágætis leikrit hjá skólanum. :)