Já, það er rétt - ég var ekki búinn að spá í þessu með að sjúkra- og ríkisflug væri á undanþágu, enda fullskiljanlegt að þeir geti farið í loftið og lent þegar þeir þurfa. Samt leiðinlegt fyrir ykkur sem fljúgið út frá vellinum að þurfa að vera lentir fyrir 23 á kvöldin - sérstaklega á fallegu sumarkvöldi. Hafa menn eitthvað verið að pæla í að færa vélarnar sínar eitthvað út fyrir borgina bara til að hafa þennan möguleika opinn að geta lent og farið í loftið ef þeim myndi langa?