Já og varðandi ummæli háæruverðugs hr. Xcalibre, þá tel ég að víst megi, og eigi, að setja alætur á tónlist í dómnefnd, jafnvel í dómnefnd RAFtónlistarkeppni. Þetta tal ég því langbest fer á því að sá sem dæmir sé ekki of vel að sér í gerð tónlistarinnar, það er í tæknilegum atriðum og framkvæmd hennar, heldur er nóg hann sé tónlistarunnandi af lífi og sál. Það hljómaði ef til vill vel að velja öll þessa mismunandi rafgúrú í dómnefndina, en að vandlega athuguðu máli áttu menn að átta sig á...