Svona í tilefni dagsins krakkar mínir þá ætla ég að svæfa þennan þráð með nokkrum vögguvísum og bænavísum ok !!! <b>Ó, Jesús, bróðir besti</b> Ó, Jesús, bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjöf þér að færa. <b>Fuglinn segir bí, bí,</b> Fuglinn segir bí, bí, bí, bí, segir Stína....