Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Cruxton
Cruxton Notandi frá fornöld 45 ára karlmaður
2.388 stig
“True words are never spoken”

Okkar vetrarskreytta ríki (3 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sit ég hér einn í vetrarskreyttum garði fullur af íslist hinnar listfengnu vetrarnáttúru og hugsa um liðna og gleymda tíma þegar líf mitt einkenndist af sumri og hlýju Hausta hefur tekið í hjarta mínu eftir að ástin í lífi mínu fór Guð veit við reyndum oft að skapa líf ætli það sé ekki annara lífsfylling Sit ég hér í friði með söngelskum fuglum köld vetrarsólin skín á þitt fábrotna leiði ég bið á hverjum degi um að fá að liggja með þér í frosinni jörð í okkar vetrarskreytta ríki Cruxton

Uppástunga! (ekki ljóð) (9 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 1 mánuði
Mér finnst snilldarhugmynd að gefa út ljóðabók fyrir jólin með “The Best Of” ljóðum hérna á huga.is Einfaldast væri að velja úr þau ljóð sem hafa fengið bestu commentin hérna. Hins vegar þyrfti að biðja alla höfunda hérna um skriflegt leyfi fyrir birtingu verks þeirra. Það er hægt að senda þeim póst hérna á huga.is en þar sem ég hef aldrei skoðað póstinn minn hérna og þess vegna held ég að það gildi um fleiri. Þess vegna datt mér í hug að þeir höfundar sem myndu samþykkja að láta birta ljóð...

Gimstein þinn (0 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 1 mánuði
Stutt er milli hryggðar og ótta í æðum mínum kraumar taumlaus reiðin Þó í raun ég aldrei sæi gimstein þinn vissi ég alltaf hvað skel þín hafði að geyma Hvernig gat hann mölvað fallegu skelina þína og hirt þennan einstaka gimstein þinn og skilið eftir eintóm mölvuð brot sem ég loks fæ kjark til að tína Cruxton

Mín eina nótt með þér (3 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 1 mánuði
Kaldur og barinn og með lurkum laminn í blautri götunni umhverfis hávær bílhljóð Í kvöld varði ég stollt ástarinnar minnar og fæ það vonandi verðlaunað í atlotum eina nótt Ef ég myndi eiga þessa nótt með þér gæti ég eftir það hætt að anda því öll þau tár sem ég hef fellt hafa loks eignast sinn tilgang og verið þess virði Morguninn er að nálgast og við liggjum tvö þú sefur svo vært með friðsaman sælusvip á vör Líf mitt er loks fullkomið og þetta augnarblik má ekki enda svo ég hleð gripinn til...

Eftirmynd þín (3 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 1 mánuði
Horfðu á grátur ungs barns þíns sem nístir þitt heita hjarta og kveikir bál í útkulnuðum kolum myndar neista þar sem myrkrið var algjört Allar þínar vonir og þrár hverfa á svipstundu því skyndilega er það meira en nóg að geta sefað hungur barns þíns með öllum leiðum, já líka öllum ólöglegum leiðum því að horaður barnsskrokkurinn er kaldur en rólegur því það veit að þú munt vaka yfir því með hlýju sem þú aldrei fékkst Cruxton

Miltisbrandshrekkur við Davíð (34 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég sá á mbl.is að lögreglan hefði yfirheyrt fjögur 16ára ungmenni og gert heimilisleit hjá þeim á miðvikudag og fimmtudag. Við þessar húsleitarheimildir fundust sönnunargögn og játuðu þá tveir 16ára piltanna hrekkinn. Málið telst upplýst og ríkissaksóknara verið gerð grein fyrir málinu. Nú leyfist mér að spyja: Hvað í andskotanum réttlætir þessar húsleitir hjá grey krökkunum og vill Davíð virkilega að ríkissaksóknari fari með þetta mál fyrir dómsstóla? Fyrir kanski landráð??? Þetta var bara...

Ég leita blóms (1 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég leita blóms reyni að finna ungt blóm sem enginn hefur enn slitið úr jörðu en veit ekki að það blóm er aðeins fallegt á yfirborðinu en hin raunverulega fegurð lifir í andanum sem endurspeglast tindrandi í nýju blómi Cruxton

God bless America (0 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Eftir sprengingarnar og reykinn syrgjandi ættingjar sumir bíðandi í flugskýlum aðrir í einrúmi nú syngur hinn fávísi almúgur “God bless America” vegna atburða sem þeir lásu um og tóku eftir mikilli umferðaröngþveiti þennan örlagaríka morgun Íslendingar sem aðrir jarðarbúar bíða í 3min til að votta þeim sem dóu í turninum samúð og hugsa á meðan af hverju þeir báðu ekki um færri mínútur.

Netverslanir (18 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég hef undarfarna viku verið að browsa netverlanir til að kaupa tölvu því langflestar senda f. utan USA. Mér sýnist þessar tvær bestar: www.cdw.com www.pc-beyond.com Cdw er með mjög gott úrval og svona melló verð en pc-beyond finnst mér ódýrari með minna úrval. Veit einhver um góðar netverslanir sem senda hingað á klakann? Cruxton

Búúú á þjóðernissinna! (12 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Á vefritinu http://www.skodun.is/ rakst ég á vitinisburð þar sem leiðarhöfundur lenti í ofsóknum út af grein sem hann skrifaði. Formaður íslenskra þjóðernissinna beinlínis hringdi heim til hans og hafði í hótunum! Gaf formaðurinn í skyn meðlimir þessa sérreglu myndu beita leiðarhöfundinn líkamslegu ofbeldi ef hann tæki ekki grein sína til baka því varla gætu þessar blessaðar mannvitsbrekkur skaðað hann öðruvísi. Ég hef hingað til verið hlynntur skoðanafrelsi, hversu vitlausar sem þær eru, en...

Stuð á djamminu (0 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Fölar sálir ganga um í myrkrinu á skemmtistaðnum eiga allir að skemmta sér það er mottó kvöldsins sá eiginleiki homo sapiens yfir skepnurnar er samræðulistin fólk reynir eftir mesta mætti að tala saman með öskrum sem kafna í bassadrunum dansgólfið er síðasta vígi Neandalsmannsins þar sem pústrarnir fjúka og svitinn drýpur syfjuleg augnarráðin eru drykkjuþrútin Þeir hæfustu draga kvenmenn á hárinu eftir sér frá vígvellinum og inn í hellinn sinn. vonandi skemmtið þið ykkur vel……. Alþýðuskáldið, Cruxton

Rambó (2 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Rambó er sterkur það er mér höfuðverkur hvort hann sé óþokki eða klerku

Lífið er skák (1 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Ég er einungis lítið peð í lífsins skák og reyni að falla ekki á tíma

Fjöldamorð (1 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Umhverfið er í kyrrmynd og ég stari í kringum mig en sé ekkert ekkert sem skiptir máli sírenuvælið magnast púðurlyktin og rennandi blóðið eykst með hverju andartaki í dag lágu duglausar sálir í valnum því ég hlustaði eitt lítið andartak á eðli mitt og verð fyrir það dæmdu

Nýr Íslenskur tölvuleikur! (26 álit)

í Quake og Doom fyrir 24 árum, 1 mánuði
Út var að koma nýr ÍSLENSKUR skotleikur sem ég tók þátt í að búa til. Sá leikur skýtur öllum leikjum ref fyrir rass!!! Náist í hér: http://base.vortex.is (undir verkefni - virkið - niðurhlaða) kveðjur Cruxton
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok