Ég geri ráð fyrir að radíus loftbelgsins sé 12m ekki 12cm. Hlutur þarf að vera eðlisléttari en loftið til að svífa þannig að ég þarf að finna eðlismassa loftbelgsins, en fyrst rúmmál hans. Rúmmál kúlu er (4/3)*R^3*pi þ.a rúmmál lofbelgsins er (4/3)*12^3*pi = 7238,2 m^3. Næst þarf ég að finna massa loftbelgsins, belgurinn sjálfur er 600kg en helíumið sem fyllir hann er 0.17*7238,2 = 1230,5, massi loftbelgs plús körfu og manns er því 1230,5+600+800+80 = 2710,5 eðlismassi er því 2710,5/7238,2 =...