Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Crusader
Crusader Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
776 stig
Áhugamál: Dulspeki, Jazz og blús

Re: Talva - virkilega það vitlaust?

í Tungumál fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Tölva beygist eins og völva enda er orðið tölva samskeyting tölu og völvu. Það er ekki til neitt sem heitir valva.

Re: mikilvægi trúar :)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Að trúa á æðra afl er að vera fáfróður. Punktur. Þessi punktur hjá þér sýnir nú bara hversu fáfróður þú ert. Punktur.

Re: Að deila margliðum

í Skóli fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Casio eins og flest aðrar reiknivélar taka við inntaki og skila útkomu í formi tölugildis, ekki jöfnu, enda heitir hún reiknivél. Reiknitölvur eru hugsaðar til að reikna útkomu þ.s breyturnar eru þekktar. Í þínu tilfelli setur tölvan einhvert default gildi fyrir x og skilar svo niðurstöðunni, þú getur ákveðið hvað x á að vera, veit ekki hvernig. Það væri of mikils ætlast að vél með 32kb minni innihaldi algorithma fyrir hverja einustu algebruleikfimni.

Re: Þú ert 90´s barn ef þú......

í Deiglan fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ein elsta teiknimyndasería sem ég man eftir var frönsk og hét, ef ég man rétt, Klementína. Var um lamaða stelpu sem einhver demon var alltaf að reyna að stela sálu eða eitthvað svipað. Eflaust ekki margir hérna sem muna eftir eða hafa séð. Var sýnt kannski '86.

Re: Krakkar í dag og áður

í Börnin okkar fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Jebb, hef alltaf hálf skammast mín fyrir að langa að eiga lego aftur þó ég sé orðinn 26 ára :)

Re: Krakkar í dag og áður

í Börnin okkar fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ja, þetta er bara það umhverfi sem við, fullorðna fólkið, höfum skapað börnum í dag, tölvu og tölvuleikja fyrirtæki markaðsetja flest vörur sínar með börn og/eða unglinga í skotfæri þ.s þau ná mestum áhrifum hjá þeim. Þegar ég var lítill var nintendo að riðja sér til rúms, aldrei eignaðist ég þó þannig (eignaðist þó að lokum svipað tæki, man ekki einu sinni hvað hét). Annars lék maður sér mikið úti, ekki alltaf, ég lék mér mikið í lego t.d :)

Re: Myndir sem þér

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Eins og einhver sagði hér að ofan, allar Tarantino myndirnar, þvílíkt ofmetnar. Ég verð að segja Lord of the rings, ekki beint léleg en ekkert frábær heldur. Svo langar mig að nefna andstætt dæmi þ.e mynd sem ég hélt að væri drepleiðinleg en reyndist snilld þ.e Finding Forester.

Re: Top 10 scariest games

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Elvira var scary á sínum tíma

Re: Firefox og Quicktime

í Netið fyrir 17 árum, 10 mánuðum
einnig hef ég prófað að setja quicktime upp aftur en án árangurs,

Re: Gabríel

í Fuglar fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Og kakadúar telja ekki kjúkling sem páfagauk

Re: Vantar jöfnu

í Forritun fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Þessi leikur sem ég er að gera hefur þetta einfalt bardagaform þ.e aðeins strength vs defence ákvarðar hittnina. Leikurinn sem ég er að gera er reyndar endursköpun á gömlu spectrum/c64/amiga leik sem heitir Lords of Chaos, fékk meira að segja blessun Julian Gollops sem gerði leikinn upprunalega til að endurskapa hann.

Re: Vantar jöfnu

í Forritun fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég var frekar að leitast eftir þægilegri stærðfræðiformúlu ekki algorithma.

Re: Gabríel

í Fuglar fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Og hvað með það? Fuglar eru ekki með spena…

Re: Gabríel

í Fuglar fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Erum við þá mannætur því við borðum naut og kindur, við erum öll spendýr.

Re: Auðvelt forritunarmál...

í Forritun fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ætlar enginn að segja Java? Mjög þægilegt forritunarmál og gefur góðan grunn í object oriented forritun

Re: Forritunaráskorun #4: Buffer Overflow

í Forritun fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Markmið tölvuþrjóts sem vill notfæra sér buffer overflow er að skrifa nógu langan streng til að skrifa yfir minnishólf sem innihalda annan hluta kerfisins ef t.d minnifang C100-C120 er úthlutað fyrir strenginn t.d auðkennisstrengur s.s lykilorð þá má hann mest vera þá má hann mest vera 20 stafir (þ.e ef hver minniseining er eitt bæti). Segjum svo að í hólfum C200-C220 sé geymdur annar strengur sem er hið rétta lykilorð sem óviðkomandi á ekki að vita hvað er, ef stýrikerfið hindrar ekki...

Re: Þúsund ástæður af hverju þú ættir að velja Mac fram yfir PC (Part I)

í Apple fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Þú kaupir ekki pakkatölvur frá BT ef þú gerir það þá ertu þú retart. Það er augljóst að þeir sem ætla að eiga pc þurfa að hafa talsvert meira vit í kollinum en þeir sem ætla að eiga lítinn sætan mac

Re: Þúsund ástæður af hverju þú ættir að velja Mac fram yfir PC (Part I)

í Apple fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Haha þetta eru hlægilegar ástæður, hljómar eins og mac sé fyrir fáráða sem nenna eða geta ekki. Ef þú kannt eitthvað á pc þá er ekkert að þessu vandamál.

Re: Guð minn góður!

í Tilveran fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Þróunarkenningin er ekki “vísindarleg staðreynd”

Re: Skaupið

í Tilveran fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ok það var hægt Smábarn

Re: Skaupið

í Tilveran fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Svo er hægt að skoða það hérna

Re: Jólaengjaþykkni

í Sorp fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Jebb, tvær dollur sem voru til í ískápnum voru með kekkjum, ég henti þeim.

Re: Glæpamenn

í Tilveran fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég er til í að gefa annað tækifæri ef viðkomandi hefur virkilega tekið nýja stefnu í lífi sínu, en það er því miður sárasjaldan svoleiðis og oft eru glæpamenn glæpamenn allt sitt líf og það er ekki samfélagsins að fyrirgefa heldur manninum(konunni) sjálfum(sjálfri) þ.e ef þú iðrast í raun og veru, vandamálið er hinsvegar að margir glæpamenn iðrast gjörða sinna ekki og takast þ.a.l ekki á við sjálfan sig og verða síst betri menn.

Re: fíkn, 2 skoðanir

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
En myndi ekki allskonar óþjóðalýður koma hingað til lands til að kaupa ódýr fíkniefni?

Re: Hvaða fíflalæti eru þetta ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Athyglisvert að þú skulir hvorki andmæla því að þú sért að verja fíkniefnasala né að þeir séu glæpamenn (þ.e ekki viðskiptamenn eins og má skilja svar þitt ofar) Út frá þessu má leiða að þú styðjir glæpamenn, en ég er viss um að þú finnur einhvern útúrsnúning til að fá mig til að halda að þú sért í raun mjög mikið gæðablóð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok