Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Copperfield
Copperfield Notandi síðan fyrir 19 árum, 7 mánuðum 34 ára karlmaður
738 stig
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.

Re: ÞIÐ MEGIÐ EKKI MISSA AF ÞESSU.

í Deiglan fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Fact: Þjóðaratkvæðagreiðslan sem Ólaufur Ragnar skaut að þjóðinni var algerlega fáránleg. Það þurfti ekki að eyða milljónum í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu ef Jóhanna og Steingrímur hefðu ekki hagað sér eins og bitrir krakkar í frekjukasti og bara játað sig sigruð. Úrslit kosninganna komu auðvitað engum á óvart, hefði verið betra að sleppa þessu og hætta við frumvarpið.

Re: ÞIÐ MEGIÐ EKKI MISSA AF ÞESSU.

í Deiglan fyrir 14 árum, 4 mánuðum
3 nöfn af listanum. Ólafur Ragnar Grímsson: ef þetta er virkilega forsetinn er hann greinilega samur við sig enda gamall kommúnisti og er í dag búinn að gera okkur að fíflum æ ofan í æ, svo nei takk. Andrés Önd: Hann hefur aldrei haft peningavit. Georg Bjarnfreðarsson: Eldheitur kommúnisti, hefði mun frekar tekið mark á Georg Washington. Allt í allt skil ég ekki hvern andskotan Björk er að blanda sér í þetta. Hún lifir og hrærist í útlöndum, hún þekkir ekki skuldir, atvinnuleysi og kreppu....

Re: Osama Bin Laden

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Hans eigin orð eru að Bandaríkjin munu ekki þekkja frið fyrr en þeir í Palestínu þekki frið. Hmmm… minnihluti Palestínumanna styður Hamas, er þessi hálfviti ekki alveg jafn slæmur og Bandaríkjamenn ef hann ætlar að vera að troða sér inn í átökin í Palestínu? Hræsnari og fífl.

Re: Osama Bin Laden

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Kanski ekki í dag, en er nokkuð viss um að menn hafi gert það þá. Nú er einangrunarstefna vinsælust hjá Bandaískri alþýðu. Það var hún ekki eftir seinni heimstyrjöld, bandaríkjamenn voru fúlir yfir því hve vanhæf Evrópa var í að koma í veg fyrir nýtt stríð(seinni heimstyrjöld)

Re: Apple products are for morons

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Nú gæti ég aldrei farið yfir í mac því ég er orðinn of vanur PC. Í hvert skipti sem ég sest yfir mac spyr ég alltaf hvernig ég fer í run(windowstakkin-r) til að fara á netið, fæstir maccanotendur kunna að fara í run, hvorki á mac né PC, þó ég sé handviss um að möguleikinn sé fyrir hendi á Mac. Auk þess var ég að formata PC tölvuna mína um dagin, og lenti í djöfulsins veseni því ég hafði týnt öllum bæklingum og diskum sem með fylgdu, og gat því ekki fundið hvaða drivera ég þurfti fyrir...

Re: Hjálp! Close Combat II: a bridge too far

í Herkænskuleikir fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Soldið seint að svara en er að hanga í þessum leik online eftir að ég keypti loksins leikin(var með downloadaða útgáfu) AT byssurnar drífa lengra en skriðdrekarnir, en sjá ekkert mjög langt. Gott að hafa AT byssuna aftarlega kanski og Rangerana framarlega, þá spotta þeir fyrir byssuna, og ef skriðdrekarnir ætla að vata í AT byssuna skjóta Rangerarnir þá í rassgatið.

Re: ísrael og skipalestin!

í Deiglan fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Það var nú bara best þegar þeir stoppuðu seinasta skipið frá the Gaddafi foundation. Gaddafi foundation? Þetta eiga að kallast hjálparsamtök en hljómar skuggalega líkt hryðjuverkasamtökum, það er kanski útaf því að Gaddafi er hryðjuverkamaður.

Re: Örlítill What-if.

í Sagnfræði fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Tja… Bretar hefðu nú alltaf verið til í að tuska Þjóðverjana til, og í gegnum söguna hefur evrópupólitík Bretlands verið svona. Frakkland er sterkt, göngum í lið með Þjóðverjunum. Þýskaland er sterkt, göngum í lið með Frökkunum. Enda er það engan vegin hentugt fyrir Bretland að eitt stórt ríki myndist á Evrópu. Annars hef ég seint skilið þessa deilu milli Frakka og Þjóðverja. Frakkar ráðast á Þýskaland og skíttapa, Þjóðverjar fá landsvæði þar sem 80% íbúana tala Þýsku, frakkar fussa og...

Re: Örlítill What-if.

í Sagnfræði fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Frakkar hefðu nú alveg verið líklegir til að hefja annað stríð fyrir löndin sem þeir misstu í 1870 stríðinu.

Re: Vesenið í Mið-Austurlöndum

í Deiglan fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Þeir hafa engan áhuga á darfúr því það er ekkert þar til að hafa áhuga á.

Re: Vesenið í Mið-Austurlöndum

í Deiglan fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Eins og ég segi… það sem þeir virðast vera að gera núna er meira að hreinsa til eftir sig frekar en að koma á völd fasískum and-kommúnistnum.

Re: Vesenið í Mið-Austurlöndum

í Deiglan fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Vissulega eru Bandaríkjamenn en með lúkurnar þarna, en þær eru á leiðinni burt virðist vera. A.m.k. eru núverandi aðgerðir ekkert miðað við 1980-1990. Auk þess hefur áhugi við slík umsvif minnkað, t.d. með komu Baracks. Það hins vegar að byggja eldflaugavarnarkerfi í þjóðum sem eru saman í varnarbandalagi er undanskilið því að vera með puttana eitthverstaðar, þá erum við einfaldlega að tala um að verja bandamenn sem eru með manni í hernaðarbandalagi. Það er það sem hernaðarbandalög snúast um...

Re: herinn

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Eða útaf því að Danir eru meira skotmark eftir ,,Múhammeðsteikningarnar'' Býst við að Talíbanar séu frekar pissed yfir því að í ofanálag að ráðast inn í landið þeirra og koma þeim frá völdum móðguðuð þið einnig spámannin þeirra. point be er að Danir eru þó að sinna því sem næstum allir aðrir hermenn þarna í Afganistan eru að sinna. Öryggismál og varðstaða. Þeir eru kanski á rauðari svæðum, en það er nú varla neitt til að hlakka yfir.

Re: Vesenið í Mið-Austurlöndum

í Deiglan fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Auðvitað er erfitt að fara eftir hlutum sem gerðust fyrir 30 árum. Fyrir 30 árum var Pakistan nokkuð flott land miðað við nágrannan Indland, nú ramba þeir á barmi borgarastyrjaldar við Talíbana sem þeir geta ekki barist gegn. Pakistanar eru kjarnorkuveldi, en geta ekki varið sig gegn Talíbönum með AK-47 riffla. Eftir 30 ár gætu Bandaríkin verið komin í sömu stöðu, hver veit margt breytist á 30 árum. Að auki sleppir þessi grein nokkrum nýlegum hlutum. Muniði eftir uppþotunum í kjölfar...

Re: herinn

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
satt að segja að ég veit ekkert hvað Danski herinn er að bralla. Veit bara að þeir eru með eitthverja hermenn í Afganistan og urðu álitlegri skotmörk í kjölfar Múhammeðsteikninganna svokölluðu. Býst ekki sterklega við að þeir taki stóran þátt í eitthverjum af stórsóknum Nató á svæðinu, og séu meira að gera eins og Þjóðverjarnir þarna, varðstaða og öryggismál. Þú ættir þó að geta frætt mig betur um þau mál herra minn. Veit þó að Ísraelsher er ekki í neinum svona málum, mannorð þeirra er slíkt...

Re: herinn

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ef þig langar að hýrast vaktandi eitthverja sandkastala í Afganistan mæli ég með Danska. Ef þú villt action eru þrepin hérna. Fyrst geristu gyðingur. Færð þá ríkisborgararétt á no-time í Ísrael ef mér skilst rétt. Ferð í herinn þar(þar er herskylda) færð góða þjálfun og góð vopn. Svo er bara að bíða eftir að Hamas reyna eitthvað eða eftir næsta stríði. Gaddafi er alltaf til í að starta eitthverju, hann er maðurinn sem senti meira að segja herlið til Úganda til að halda Idi Amin VIÐ VÖLD....

Re: reykingar

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Fyrir hönd þeirra sem reykja segi ég að þú ættir að hætta þessu. Of mikið vesen að reykja á þessum aldri, en ef þú segir foreldrum þínum og þeir reykja ætti að vera hægt að fá þau til að kaupa fyrir þig. Annars ef þú segir það mun húsið þitt fyllast af reykjandi kunningum á sama aldri og þú, sem þora ekki að reykja heima hjá sér.

Re: Íslam á Íslandi?

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Áhrifasvæði Tyrkja, svo Breta og þar næst Bandaríkjmanna. Sé ekki hvað heimurinn er með svona mikið samviskubit yfir því sem Tyrkir, Bretar og Bandaríkjamenn skópu. Að ógleymdu Sovétinu sem réð yfir öllum -istan löndunum nema Afganistan og Pakistan(þótt þeir hafi jú reynt að bæta úr því með Afganistan)

Re: Íslam á Íslandi?

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Hver ætti að ráðast á Ísrael?

Re: Mikilvægasta heimildarmynd-

í Deiglan fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Sammála seinasta ræðumanni. Að vilja lögleiða kannabis sem fíkniefni útaf iðnaðarnotkun þegar iðnaðarhampur er til staðar er álíka gáfulegt og að vilja opna verslanir með ofskynjunarsveppum því það má selja venjulega matarsveppi.

Re: Mark Steel um Ísrael

í Deiglan fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Sagði ég annað? Ég geri mér fullvel grein fyrir því að 70% beggja aðila vilji frið.

Re: Civilization 5 Tilkynntur

í Herkænskuleikir fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Búinn að kynna mér hann örlítið… svo virðist loksins sem hernaður verði skemmtilegur. Í 3 var alltaf stack sem maður senti, með litlum varnarunitum til hliðar til að skemma vegi og drasl ef það átti við. Í 4 voru borgirnar svo fáar að attrition warfare var alveg pointless, maður gerði bara einn stack sem tók allt, eða lenti í einum überstack sem hertók allt af manni. býst við að stríðin verði lengri í þessum. Maður fékk alltaf smá samviskubit að velja Democrat í 3 og gera stríð í 4 turn og...

Re: Að taka þátt í mótmælum

í Deiglan fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Uuuuuh, hverju er verið að mótmæla núna?

Re: vaala grand

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Er ekki bannað að keppa í ungfrú Ísland með ónáttúruleg brjóst? Ef ekki þá skulum við setja þessa reglu.

Re: Mark Steel um Ísrael

í Deiglan fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Tja hamas fengu nú bara rétt 30% en tóku völdin að hluta til með valdi líka. Annars held ég ekki að Ísrael sé orsök öfgasinnaðra múslima. Held að þeir séu aðalega komnir útaf því að þeir sjá að þeir eru eitthverja hluta vegna eftirá vesturveldunum og telja það ekki vera útaf trúnni(enda er þeirra sú rétta) heldur útaf því að þeir fylgja henni ekki nógu vel. Auk þess tókst Persíu að klúðra þessu algerlega með sínu spillta konungsveldi og þegar Ayatollah tók völdin varð grútspillta...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok