Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Columbo
Columbo Notandi síðan fyrir 21 árum, 2 mánuðum 34 ára karlmaður
68 stig
Áhugamál: Kvikmyndir

Re: Doomsday. where crap meets urine

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Af hverju ætti ég að gera það? Það spurði enginn hvað væri svona gott við þessa mynd og því er enginn ástæða fyrir því að svara þeirri spurningu. Gaurinn sem bjó til þessa umræðu pissaði bara yfir myndina eins og hans orð væru sannleikur. Sú staðreynd að gaurinn var að drulla yfir hluti sem voru einfaldlega vitnanir í frægar költ myndir var eina ástæðan fyrir því að ég svaraði einhverju á þessari umræðu. Leikstjórinn var að gera það sama með Mad Max týpu af myndum, meðal annara, og Tarantino...

Re: Besta kvikmyndaþjóðin

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 6 mánuðum
10 myndir á ári? Bjartsýnn. Held að það komi frekar svona 3-4 á ári.

Re: Asnaleg ný hrollvekja

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Veruna? Þetta eru bara tveir karlmenn og kona með grímur sem eru að ráðast á fólkið í myndinni, gáfnaljósið þitt. Á að vera fantagóð mynd, sko.

Re: Hvað heitir þetta??

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Víst. Þetta heitir líklega bara “gun shoulder holster” eða eitthvað svoleiðis. Ílátið sem þú geymir byssuna þína í kallast holster. http://www.airsoftatlanta.com/images/shoulder_holster_jpg.jpg http://images.google.com/images?um=1&hl=en&q=shoulder+gun+holster&btnG=Search+Images

Re: Banner

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Veistu hvað? Það er alveg rétt hjá þér. Ég hafði ekki einu sinni pælt í því, ég skammast mín að segja. En það er nú ekkert það mikið af kvenmönnum sem hafa fallið í klassíkina, og eru auðþekkjanlegir og hafa það mikið af útlitseinkennum að það vita allir hver það er ef hún er í fókus. Endilega hjálpið mér, ef þið getið. Bætt við 3. maí 2008 - 01:45 Úr fókus, átti þetta að vera. vita allir hver það er ef hún er úr fókus.**

Re: Englar Alheimsins

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Finnst þetta algert snilldar póster.

Re: Banner

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Já, það er allt í lagi, ég var bara að sýna þér hvernig hann gæti átt heima þarna. Þú mátt alveg hafa þína skoðun, mín vegna.

Re: Banner

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Veit ekki hvort þú ert að tala um Bruce Willis eða Jim Carrey (Bruce Almighty) en ég setti báða inn því að ég vildi hafa fræg andlit úr fókus. Ætlaði upphaflega að hafa Humphrey Bogart en svo þegar ég setti Lens Blur á hann þá sá maður ekki að þetta var hann, þannig að ég setti Jim Carrey inn í staðinn. Annars er John McClane klassísk persóna úr kvikmyndasögunni og er Die Hard talinn með betri spennu/hasarmyndum sögunnar, þannig að hann á allan rétt á að vera þarna.

Re: Banner

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Bara reyna að gera eitthvað aðeins kúl, sko. Þetta var bara eitthvað sem ég skellti saman til að senda eitthvað inn. Annars er hann einn af mínum uppáhalds einstaklingum og myndirnar hans eru með þeim fáu svarthvítu myndum sem ég get horft á. Er annars ekkert mikið fyrir gamaldags myndir. Bætt við 1. maí 2008 - 23:05 Svo er svipurinn á honum bara svo óendanlega töff.

Re: Stóra Planið. Varúð.

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
“”Besta íslenska kvikmynd sem þið hafið séð?“ Hvað er að?” Það er nákvæmlega ekkert að. Þín skoðun er ekki staðreynd um myndina. Áttaðu þig á því að öðrum finnst kannski myndin góð. Bætt við 29. apríl 2008 - 22:53 Ætlaði líka að bæta við að það er búið að verðlauna Benedikt Erlingsson oftar fyrir leiklist en þú hefur af heilasellum. Held að hann hafi alveg unnið 4 eða 5 verðlaun.

Re: smá hjálp

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Held að þú gætir verið að tala um myndina Zeitgeist, en ég er ekki viss. Hef ekki séð hana, bara heyrt um hana.

Re: spurning um mynd?

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Nei, alls ekki. Hélt að þetta væri einhver vella en allt kom fyrir ekki. Hún er mjög fyndin, en samtölin í henni eru -rosalega- gróf, haha. Vil ekki spilla neinu, en ég mæli sterklega með henni.. sérstaklega þar sem Kevin Smith sýnir hér allt aðra hlið en heldur samt sínum stall sem alveg rosalega sterkur handritshöfundu

Re: Mest pirrandi kvikmynd allra tíma?

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Fannst þér þau atriði pirrandi? Mér fannst þau tær snilld. Rosalegt atriði þegar hann hittir gömlu félaga sína, alveg. Mögnuð tónlist. Annars fannst mér The Mist einnig alger snilld. Ótrúlegt hvað hún fór illa með mann. :) Passaðu þig á spoilerunum ef þú svarar mér, samt.

Re: Svörin við kvikmyndaþrautinni.

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Haha, ekkert mál.

Re: Svörin við kvikmyndaþrautinni.

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Hvar eru mín stig og mín úrslit við kvikmyndatriviunni? :P Bætt við 21. apríl 2008 - 18:35 Hefði átt að fá allavega 8,5 stig, held ég.

Re: Hryllingsmyndir

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Hún er náttúrulega léleg, en það þarf nú ekki alltaf að horfa á myndir eins og Shawshank Redemption og Godfather. Það er nú allt í lagi að horfa á myndir eins og Rocketman, sérstaklega ef maður ólst upp með þeim. Mér finnst t.d. Rat Race alger snilldar mynd, kannski fyrir utan endinn, en hún er ekki neinn kandídat í óskarsverðlaunin.

Re: The Ruins

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
30 mínútur? Vá, hvað þú ert dómharður. Ég er ekki að segja að hún sé góð, en hún er varla byrjuð þegar þið labbið út. Hún var bara lala, sko, en þú ert í engri stöðu til að dæma fyrr en þú ert búinn að klára hana.

Re: Doomsday. where crap meets urine

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Ekkert mál, hann öllu heldur virðist ekkert vera að svara þessu.

Re: Doomsday. where crap meets urine

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Hvað skeði? Þú varst á því að þetta væri ágætis mynd 21:11 svo ertu að sjá eftir því að hafa farið á hana 21:12, en 21:14 þá segirðu að hún sé sorp? Ekki að skilja.

Re: Doomsday. where crap meets urine

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Þessi mynd gerði þá litlu kröfu að þú vissir eitthvað hvað hún væri að gera áður en þú færir á hana. Hún er að vitna í gömlu Mad Max myndirnar, þar sem fólk klæddist og hagaði sér svona, fullt af WTF atriðum í þeim myndum. Söguþráðurinn vitnar í Escape From New York, en Neil Marshall, leikstjórinn, hefur einnig gert tvær aðrar myndir sem vitna í eldri myndir. Annars vegar The Descent og hins vegar Dog Soldiers.

Re: Könnunin

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Borgaði 1000 kall á Doomsday í Háskólabíó í gær.

Re: The Bank Job

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Elska þetta 70's look á þessu posteri. Nær því upp á hár. Rosalega flott.

Re: Natural Born Killers

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ef þú skilur ekki ádeiluna sem þessi mynd er að varpa fram þá ættir þú ekki að horfa á hana.

Re: Gæðamunur á Blueray og HD-DVD

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Hefði fólk ekki þurft að borga aukalega fyrir HD-DVD spilara fyrir X-Boxina þá hefði það format unnið með töluverðum yfirburðum, held ég.

Re: leita af mynd.

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Gæti verið myndin “I'm Not Rappaport” (http://www.imdb.com/title/tt0116601/) Er samt alls ekki viss.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok