Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Columbo
Columbo Notandi síðan fyrir 21 árum, 2 mánuðum 34 ára karlmaður
68 stig
Áhugamál: Kvikmyndir

Re: varðandi bíómiða?

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Já, það er bíómynd. Þ.e.a.s. mynd sem maður á að sjá í bíó.

Re: varðandi bíómiða?

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Að sjá myndir eins og LOTR, Mission Impossible myndirnar, War Of The Worlds, Star Wars.. og bara allar epískar myndir á vídeóspólu/DVD er ekki sama og að sjá það á stóru tjaldi með flott hljóðkerfi í bíóhúsi. Ég er alveg reiðubúinn að eyða 900 krónum á þessar myndir.

Re: Mýrin

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Mér fannst þessi mynd bara alveg gullfalleg. Hefði ekki getað verið betri, að mér finnst. Tónlistin var svolítið misjöfn á köflum. Fannst t.d. að –**spoiler**– þegar Sigurður er að elta Elliða þá verður tónlistin skrýtin karlakór.. fannst það frekar léleg ákvörðun að hálfu Mugison. Annars var tónlistin í þessari mynd svossum allt í lagi.

Re: Bewouf & Grendel

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Leikstjórinn er Íslenskur. Hann á reyndar heima í Kanada en hann er samt alíslenskur. Síðan eru fullt af íslenskum leikurum í henni, þar á meðal Ingvar E. og gaurinn úr Börn.

Re: Mýrin?

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Nei, ég held ekki. Sá ekki teaserinn á netinu, og held því ekki að þessi komi á netið.. svoldið fúlt.

Re: Mýrin?

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Nei, nýr trailer með helling af öðru dóti.

Re: Mýrin?

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Hann er kominn og er heví flottur. :) Get varla beðið.

Re: clerks

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Framleiðendur myndarinnar þótti hann of furðulegur í útliti til að setja hann á pósterið, og voru hræddir um að fólk myndi draga úr því að fara á þessa mynd. Haha, en karakterinn hann er svo ógeðslega fyndin.. hann er nú reyndar ekki fyndin í þessari mynd, heldur ekki Silent Bob, en þegar þeir fá að njóta sín.. vá. Snilld.

Re: Seven Samurai

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Var verið að horfa á Rowan Atkinson Live, eða notaði hann þessa línu bara líka?.. :)

Re: Góðar "adventure" myndir

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Romancing The Stone og The Jewel Of Nile eru ævintýramyndir í anda Indiana Jones.

Re: Trivia

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Neibb. Ég kann þá mynd utan-af skot fyrir skot og ég get sagt þér að þetta er ekki hún. Flott notkun á linsum samt.

Re: Hvaða mynd?

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Mér fannst karakterinn hans svo skrýtin. Hann er einhver bílasali og er geðveikt saklaus og sorgmæddur yfir skilnaðinum, síðan í endann er hann orðinn einhver krimmi með byssu. Spyrjandi konuna: “What are you a fucking cop?!” Skjótandi fiskana .. geðveik breyting frá honum í byrjun. Frábær leikari, samt.

Re: hvaða mynd?

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Die Hard: With A Vengeance.

Re: Donnie darko

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Hahahaha, snilld.

Re: Helv. Miami Vice..

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Mér fannst hún það. Er mikill Michael Mann en þessi mynd fannst mér ekki vera að gera sig. * miklir spoilerar * Eina sem mér fannst þeir gera var hjálpa eiturlyfja-sölunum að flytja dópið án þess að ná neinum árangri að ná þeim, leiðinleg samtöl, engin karakter sköpun eða kynning á karakterunum, fáranlega léleg klipping og kvikmyndataka og svo að lokum voru þeir ömurlegar löggur að skjóta bara alla og láta aðal-eiturlyfjasalann sleppa. En þetta er bara mín skoðun. Annars fannst mér þessi...

Re: Helv. Miami Vice..

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Vá, það er svo gelgjulegt að kalla fólk “pabbi” eða “mamma” til að reyna að koma með alminnilegt “comeback” á móti því sem hann sagði. Kannski var þetta kaldhæðni, ekki veit ég það en það skilaði sér þá ekki í svarinu þínu.

Re: Trivia

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Já, þetta er Underworld númer eitt.

Re: POTC: Dead Man's Chest á Kvikmyndir.com

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Já, eða eins og þau séu alltaf að reyna að vera ósammála öllum. Gefa t.d. Pirates Of The Caribbean: Dead Man's Chest lægstu mögulegu einkunn en gefa Half Light, sem fær hrottalega dóma hvaðanæva ágætis dóma, sömuleiðis með See No Evil. Gefa síðan Silent Hill aðeins eina stjörnu, sem tekst að mun betur að fanga gott spúkí andrúmsloft en myndir eins og See No Evil.

Re: Speed

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þetta er nú ein af bestu “hraða-hasarmyndum” allra tíma. Stoppar aldrei, þessi mynd.

Re: woody allen...

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Mér fannst hann góður í gamla daga, þ.e.a.s. Love % Death, held ég, Annie Hall og fleiri. Síðan átti hann eina fína mynd sem ég sá, Hollywood Ending. Fannst hún ágætlega fyndin.

Re: morgan freeman

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Eftir að ég sá The Da Vinci Code ákvað ég að einn af þeim bestu væri allavega Ian McKellen. *Spoiler* Ég las bókina. Vissi að Teabing væri svikull en útaf performancinum hans McKellen gleymdi ég því eiginlega og sagði “æ, já..” þegar það komst upp. Hann var eitthvað svo.. viðkunnalegur.

Re: Trivia 21- 2006

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þá ætla ég nú bara að þakka þér fyrir að hafa fyrir þessu. :)

Re: Lenco DVD Ferðaspilari

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Nei, ekki alveg. Þetta er 7".. ekki það stærsta en alveg ágætt. Getur fengið svona stærri líka.

Re: Lenco DVD Ferðaspilari

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Drasl? Ég á einn sem er nákvæmlega eins og þessi. Ég er búinn að eiga minn í meira en ár, án þessa að það votti á bilunum. Hann hefur aldrei gefið mér nein vandræði og alltaf virkað 100% Af hverju drasl?

Re: The Benchwarmers

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Erkifífli? Hann er eini karakterinn í þessar mynd sem er ekki stórfurðulegur. Plús, hann skrifar ekkert þessa mynd, þannig að ekki kenna honum um neinn aulahúmor í henni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok