Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Umhirða lampamagnara...

í Hljóðfæri fyrir 21 árum
er einhver ástæða fyrir að eiga lampamagnara nema bara að maður á þannig. Eru hinsegin magnarar ekki betri ?

Re: Hver Er Besti Nirvana Diskurinn ?

í Rokk fyrir 21 árum
Sum lög með Nirvana eru ekki tímalaus. En þeir gerðu aldrei feilspor og það er auðvitað eitthvað sem allar góðar hljómsveitir gera einhvern tímann á ferlinum, nema Bítlarnir. En munurinn á Bítlunum er að Nirvana gáfu út 4 diska + unplugged en Bítlarnir gerðu 13 plötur og þar á meðal ein tvöföld og svo væri hægt að gera tvær plötur í viðbót fyrir það efni með þeim sem þeir gáfu bara út á smáskífum. Ég elskaði einu sinni Nirvana (réttara sagt fyrir svona 1 hálfu ári) núna skelli ég þeim...

Re: Hver Er Besti Nirvana Diskurinn ?

í Rokk fyrir 21 árum
Þeir gáfu út 3 “plötur”, þ.e.a.s. plötu sem þeir tóku upp í einni runu með frumsömnu efni. Svo er Incistide B-hliðar og eitthvað þannig svo unplugged er mikið af tökulögum og nokkur gömul Nirvana lög og svo framvegis. ég hef ekki heyrt Bleach eða Incistied. En mér finnst In Utero vera best og All apologies og Scentless Apprentice vera bestu lögin

Re: Yes

í Gullöldin fyrir 21 árum
progressive er framúrstefnulegt á íslensku. Ég ætla allavega að fá mér The Yes album. Ég fór á þessa síðu og það var ekkert spes á henni, ég vill mest fræðast um plöturnar þeirra en ekki þá sjálfa beint. Takk fyrir ábendinguna. Ég hef heyrt um þessa hljómsveit en ekki heyrt í henni en eru þetta lög eða plötur, þetta sem þú nefndir<br><br>“We ain´t gettin´ offa diz train we´re on” Barret Wallace

Re: Syd Barrett á afmæli

í Gullöldin fyrir 21 árum
hann er ekki beint “læstur” inni hjá sér. Hann lifir innantómu og einföldu lífi í kjallara móður sinnar og eftir að móðir hans lést hefur systir hans séð um hann. Hann er örugglega hamingjusamur í sínum undraheimi.<br><br>“We ain´t gettin´ offa diz train we´re on” Barret Wallace

Re: The Murderbangs

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum
Ég var mest að bera hana saman við mína fyrstu mynd sem var martröð. Þetta var besta “fyrsta” myndin sem ég hef séð. (reyndar hef ég bara séð 5 þannig myndir en þín mynd er efst á þeim lista)

Re: Bítlarnir - enn að?

í Gullöldin fyrir 21 árum
Ég hef pælt í þessu. John sagði einu sinni í viðtali að þeir væru á leiðina að fara að taka upp nýja plötu , rétt eftir að abbey road kom út. Sú plata hefði verið frábær. Lög eins og Imagine, Wah-Wah, God, Maybe I´m amezed, Teddy boy, I dig love, My sweet lord og Instant Karma. Jafnvel besta bítla-platan, nei segi það nú ekki, eða kannski. Í fyrsta lagi væri ekki séns á norðurjöklinum að þeir væru enn að í dag. Og mundu örugglega ekki gefa út nýtt efni. En menn hætta ekki að vera...

Re: Dularfullur dauði Kurt Cobains ! ?

í Rokk fyrir 21 árum
Yoko lét ekki drepa Lennon, ertu bilaður. Þau voru MJÖÖÖG hamingjusamlega gift og Yoko hafði enga ástæðu fyrir að drepa hann. Allavega ekki fyrir peninga. Ég vona að þú ert að grínast

Re: The Murderbangs (Dómur)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum
líklega. Ég notaði þessa aðferð í leirkallamynd sem ég gerði, það tók 4 klukkutíma að gera myndina en hún er samt sirka 3 mínútur að lengd.

Re: The Murderbangs (Dómur)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum
Ef þú vilt láta hann labba þokkalega slobby ódýran hátt þá geturu stillt kamerunni upp og haft hana á sama stað allt atriðið. Setur bangsann á gólfið og ýtir á rec í hálfa sekúndu svo hreyfiru bangsann um 5 cm og ýtir aftur á rec í hálfa sekúndu og lætur þetta ganga fyrir sig þangað til bangsinn er kominn þar sem þér langar, passaðu bara að hafa svona atriði ekki mjög langt, það getur orðið langdregið. og passaðu að hreyfa ekki myndavélina eða neitt sem er í mynd nema bangsann.

Re: The Murderbangs

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum
jæja jæja. Gamli góði nedrud. Hvernig hefuru það? Þessi mynd var góð. Ekki meistaraverk enda veistu það sjálfur, hefði ég sýnt myndina Draugurinn í Vatnsholti hérna á huga, vúff, ég gæti ekki ímyndað mér skítkastið sem ég mundi fá, þessi mynd er miklu betri en mín fyrsta mynd. Geriru handrit? Ég ætla ekki að segja þér hvað þú átt að gera en ég nota aldrei handrit því leikurinn verður svo vélrænn og það er eins og þetta væri áhugamannaleikrit, ef þú ert ekki með handrit þá verðuru bara að...

Re: Hættir ekki að vera Píkupoppari á einni nóttu!

í Popptónlist fyrir 21 árum
Í einu sex mínútna lagi er meira og minna bara ein setning og það er líka lag með bítlunum. Ég nefndi eitthvað lag með Bítlunum útaf því að þeir eru örugglega vinsælasta hljómsveit í heimi og ÞEIR gerðu lag með einungis Cdúr. Það er hægt að gera gott lag með einum hljómi og sama orðinu ef maður er með góðan upptökustjóra og eitthvað kraftmikið orð. Í Revolution 9 er bara “number nine” meira og minna allt lagið. og helmingurinn af hey jude er bara þrjú orð na, hey og jude. Ég hef ekki heyrt...

Re: Hættir ekki að vera Píkupoppari á einni nóttu!

í Popptónlist fyrir 21 árum
þú skilur, ef allir í kringum þig mundu klæða sig eins föt og þú þá mundir þú ekki vilja vera í þeim fötum lengur. Þannig fólkið í kringum þig hefur áhrif á hverju þú klæðist.

Re: Hættir ekki að vera Píkupoppari á einni nóttu!

í Popptónlist fyrir 21 árum
Mér finnst asnalegt að maður REYNIR að líta öðruvísi út. Þá lætur maður aðra hafa áhrif á sig, þannig þú ert ekkert skárri en þær. Ég hlusta á margskonar tónlist. Ég er samt ekki ALÆTA á tónlist. Micheal Jackson er td eini popparinn sem ég fíla. Og Rottweiler, Quarashi, Dáðadrengir og Outkast eru einu rappaernir sem ég fíla. Þannig ég segi að ég fíla ekki tónlistarstefnuna popp eða rapp. Ef ég mundi nefna allar hljómsveitirnar og tónlistamennina sem ég hlusta þá tæki það langan tíma en núna...

Re: Hættir ekki að vera Píkupoppari á einni nóttu!

í Popptónlist fyrir 21 árum
Ég mundi kannski fíla það. Til dæmis það er lag með Bítlunum sem er bara Cdúr allt lagið og lagið er í 3 mínútur. Hann segir samt ekki alltaf sama orðið en þetta lag kemst allavega á topp10 listann minn yfir bestu Bítlalögin. Þú getur ekki sagt það ER lélegt lag.

Re: US vs UK

í Gullöldin fyrir 21 árum, 1 mánuði
þetta er bara minn smekkur sko. Ekki neitt staðfest, mér líkar við sumt sem David Bowie hefur gert en ég var pældi ekki mikið í honum, þann dag sem ég gerði þessa grein.

Re: 100 bestu gítarleikarar í heim

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
satt satt

Re: 100 bestu gítarleikarar í heim

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það er auðvitað allt annað að velja uppáhaldsgítarleikarann sinn. Þá mundi ég setja George fyrir aftan Jimi H, Jimmy P, Dave G. En hann mundi ekki vera í 4 sæti ef ég mundi velja bestu gítarleikara allra tíma. ps Ég set svo Friðrik í Purrk Pillnikk í 5. sæti og Jónsa í Sigurrós í 6.

Re: Besta diskur allra tíma !

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þetta er góður diskur. Ekki spurning. En þú átt eftir að uppgvöta betri tónlist, bíddu bara, en þú ert á góðri leið samt. Þetta var minn uppáhalds diskur einu sinni. En nú er það Thick as a brick og Dark side of the moon og núna um daginn uppgvötaði ég fjársjóð sem er búinn vera fyrir framan nefið á mér í nokkur á ÁGÆTIS BYRJUN MEÐ SIGURRÓS, hvernig gat ég látið þetta framhjá mér fara en annars var ég bara 11 ára þegar diskurinn kom út þannig… Annars finnst mér rólegu lögin á þessum disk...

Re: 100 bestu gítarleikarar í heim

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þú misskilur Almar Ég var að svara einhverjum sem sagði að George átti ekki skilið að vera á listanum. Annars er 21. kannski frekar ofarlega, en hann er frábær gítarleikari, hann kann að semja flott sóló inn í lög þó þau eru ekki mjög löng. Hann er svo góður að semja fallegar gítarnótur sem bæta lögin töluvert, þótt að ég gæti kannski gert það með smá æfingu, þá væri ekki séns að ég gæti samið það. Og það er það sem gerir góðan gítarleikara

Re: White Album eigendur

í Gullöldin fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ringo kallinn á plötu númer 1. Og John númer 4 minnir mig. Annars er ekkert númer á minni. Ég á sko bara diskinn ekki plötuna. Er númer á disknum?<br><br>“We ain´t gettin´ offa diz train we´re on” Barret Wallace

Re: Björk

í Íslensk Tónlist fyrir 21 árum, 1 mánuði
ég verð að segja að þetta var flott hjá henni. Sviðsframkoman og búningurinn og allt. Sáuð þið kynnana að tala um nafnið hennar. þeir bera það fram Býork og hann var eitthvað að kvarta yfir að j væri borið fram eins og y. þessir kanar <br><br>“We ain´t gettin´ offa diz train we´re on” Barret Wallace

Re: US vs UK

í Gullöldin fyrir 21 árum, 1 mánuði
En svo er auðvitað spurning um hvort það er til einhver hljómsveit frá Hollandi, Finnlandi eða Sviss sem er alveg jafngóð og Bítlarnir en við vitum bara ekki af þeim útaf því þær syngja á sínu máli?

Re: US vs UK

í Gullöldin fyrir 21 árum, 1 mánuði
ÉG sagði að þetta var kannski ekki allt 100% RÉTT en hann er annaðhvort frá US eða UK og það er meiníngin. Hann talar samt ekki með breskum hreim. Allavega ekki það sem ég hef heyrt

Re: Hvers vegna eru svona fáar stelpur í hljómsveitum?

í Íslensk Tónlist fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það er langt frá að ég er í hljómsveit til að heilla stelpur, við spilum ekki tónlist sem stelpur fíla, þó við gætum það alveg en það er fyrir neðan okkar virðingu. Annars eru sumir strákar þannig eins og til dæmis einn strákur sem ég þekki er í svona FMhnakka-bandi og alltaf þegar hann hittir stelpu reynir hann að smuga því inn í samtölin að hann er hljómsveit eða syngur eða spilar á gítar. Ég er búinn að spila á gítar í tvö ár og um daginn var ég a spila á gítar í skólanum mínum þá kom...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok