Sæl Auður og til hamingju með gárann. Það er í raun eitt sem er gott að gera. Að vængstífa fuglinn þegar hann er svona nýr hjá þér. Þá eru flugfjaðrirnar klipptar af honum þannig hann getur ekki flogið og þá finnst honum hann vera ósjálfbjarga og vill vera hjá þér og bítur þig þá að sjálfsögðu ekki. Ekki vera að reyna að vængstífa hann sjálf, leyfðu einhverri dýrabúð að gera það. Veit að dýraríkið gerir þetta ekki.