Já mitt bílalán er í 50% í íslenskum krónum og 50% í frönkum. Keypti bílinn í maí 2007 (Avensis ´05) og verðið var 2 milljónir.. Er búin að vera að borga af bílnum í 20 mánuði og lánið er núna í 2 millum og 500 þúsund. Lánið er ekkert lægra núna eftir 20 mánuði heldur hefur það hækkað um 500 þúsund og allt sem ég átti í bílnum er horfið :( Sem betur fer keypti ég ekki íbúð haustið 2007 sem ég var næstum búin að gera. Munaði engu.