Sex pistols voru snillingar…. nei annars þeir voru aldrei snillingar, bara nokkrir ræflar sem hittu á að gera tónlistarbyltingu og að gefa út eina áhrifamestu plötu allra tíma, The Clash og Jam voru mun hæfileikaríkari tónlistarmenn en þeir höfðu ekki þetta hráa afl sem einkenndi Sex Pistols. Það hefði komið klárlega í ljós hversu takmarkaðir þær væru hefðu þeir náð að gefa út aðra plötu, reyndar heyrist það þegar maður hlustar á Nevermind the Bullock að strákarnir voru nú þegar orðnir...