Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Minn Harry Potter - Voða djúpt! ;)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Já, ég er sammála þér, ég gat ekkert verið að ræða um dauða Dumbledore við hina og þessa. Eins væri það ef til dæmis amma mín dæi, ég væri ekkert að ræða það við alla. Þetta hljómar svolítið svona extreme, ég meina þetta eru bara bækur og þannig, maður verður að greina raunveruleikann frá bókunum, jarí jarí jarí, en málið er að bækurnar eru bara svo rosalega stór hluti af raunveruleikanum mínum að ég get ekki að þessu gert :) Ég veit samt ekki hvort ég vilji að allir lifi, ég óska auðvitað...

Re: Minn Harry Potter - Voða djúpt! ;)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Bitter sweet ;) (Já, ok ég hafði bara mikla þörf fyrir að segja þetta) Ég veit ekki alveg hvernig ég á eftir að bregðast við þessu, kemur allt í ljós væntanlega þegar ég klára bókina! Hvort ég þurfi áfallahjálp eða eitthvað ;)

Re: Minn Harry Potter - Voða djúpt! ;)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Takk Takk :) *Hlakkar til með þér* :D

Re: góð ráð?

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Hafðu bara orðabók við höndina! :)

Re: góð ráð?

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Hafði bara orðabók við hliðina á þér! Og ekki hafa áhyggjur, þetta er alls ekki flókin enska! Og þú þekkir persónurnar svo vel að ef þú skilur ekki alveg þá geturðu alveg getið þér til um hvaða viðbrögð þær sýna við ákveðnar aðstæður ;) Annars er þetta spurning um að lesa litlu orðin og humma þegar stóru flóknu orðin sem enginn skilur koma ;) Samhengið næst þannig! Ef ekki þá er bara að fletta orðunum upp í orðabókinni við hliðina á þér! ;) Ég verð pottþétt með orðabókina tilbúna þrátt fyrir...

Re: Sirius Black ungur

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Reyndar svolítið til í því ;) Æjj, ég vona bara að hann sé góður leikari!

Re: So wrong!

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
“Fyrir mér er þetta eins og ef myndi koma að mömmu vera í sleik með Jóni kennara!” Góð líking ;) Annars já, það er eitthvað við þau saman sem mér finnst bara ekki passa(Voðalega var þetta undarleg setning).

Re: So wrong!

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ahahahahahhaha :) Þetta virkilega bjargaði deginum og næstu viku eða svo! Dumbledore/Dobby Combo! ;) Ahahahahha! En já, þetta er vafasamt. Hvernig getur fólk skrifað um þetta? Hvernig hefur það hugmyndaflug í þetta?

Re: Sirius Black ungur

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Samt ógeðslegur svipur líka :/ Og já, alveg sammála með strípurnar! Eww, voða vafasamt.

Re: Bókasala?

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Vííí! ;) *Fagnar gífurlega yfir því að hafa haft áhrif á þig*

Re: Bókasala?

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Sama hérna og hjá gunnu ;) Amazon er gott og hægt að fá ótrúlegustu hluti þar. Annars get ég alls ekki hjálpað þér með sænskar og norskar bækur :/

Re: Skrifað út í loftið - one shot spuni Lily Evans/James Potter

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Aaah, yndislegt :) Ég elska sögur sem breyta líðan minni eftir því sem ég les! Bestu sögurnar! :D Og til hamingju með daginn í gær ;)

Re: WOMBATIÐ ER OPIÐ

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Heyrðu, þetta er eitthvað að vefjast fyrir mér. Settirðu hringinn á endann á stönginni?

Re: WOMBATIÐ ER OPIÐ

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Þetta er vafasamt? Hvað í ósköpunum er þetta? Bætt við 13. júní 2007 - 16:55 Þetta er vafasamt! átti ég við!

Re: Toby Jones

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Jú, það sést greinilega að þessi er ekki real! ;)

Re: Hvað fenguð þið í einkunn?

í Skóli fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ísl - 9 Stæ - 9,5(Ég fékk 9,74 í prófinu, ég fíla ekki svona lækkanir ;)) Ens - 9,5 Danska - 9,5 Nátt - 9,5 Samf. - 9 Mjög sátt nema hefði ekki verið neitt ósátt við að fá 10 í stærðfræði ;)

Re: Hvað fenguð þið í einkunn?

í Skóli fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Vá, 10 í íslensku! Þú ert þá einn held ég af þessum 5 á landinu eða svo sem fengu 10. Til hamingju :)

Re: 50 Dagar !!!!!

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Sjaaaa! *Missir það* *Fer að lesa Harry Potter*

Re: Spá : Þeir sem deyja + plottið

í Harry Potter fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég er hræddust um að Ron deyji, ekki að mér þyki það eitthvað sjúklega líklegt. Málið er bara að mér myndi líða töluvert illa í nokkurn tíma á eftir.

Re: Scholastic spurnimgar

í Harry Potter fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Víí! :D

Re: Scholastic spurnimgar

í Harry Potter fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Í spurningu tvö, um hvort Snape sé vondur þá myndi ég persónulega vilja (ef ég þyrfti á annað borð að sætta mig við að hann væri illur) að hann hefði verið illur all along. Annars væri hann eitthvað svo, æjji, ég veit ekki, pussy? (In need for a better word) Eða reyndar, væri það sem ég vildi helst ef að það kæmi í ljós að Snape væri vondur að hann væri í rauninni ekkert vondur eða góður heldur bara að hugsa um sinn eiginn rass og sá vænsta kostinn í því að fylgja Voldemort. Anyone with me?

Re: Hugh Laurie

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Neeh, sama hér, en ég man þó að mér þótti hún algjörlega priceless ;)

Re: Hugh Laurie

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Þessi maður er snillingur! Hann er sjúklega kaldhæðinn, ég grenjaði yfir einhverri þakkaræðu sem hann hélt á Golden Globe :D

Re: ömurlegt

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Morðingi - It's garbage day! Hahaha Ruslatunnukall - Noooooo Morðingi - Hahaha Illi hláturinn var náttúrulega bara priceless ;)

Re: Zodiac

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Úff, hún var góð. Mér fannst Jake Gyllenhaal æðisgenginn, einn uppáhaldsleikarinn minn og síðan fannst mér Mark Ruffalo svalur(Hef samt eiginlega aldrei fýlað hann), hvernig hann talaði og hreyfði sig, mjög töff. Þegar fólk er stungið í mynd fer það voðalega sjaldan fyrir brjóstið á mér en þetta fékk mig alveg til að engjast, mér fannst alveg eins og það væri raunverulega verið að stinga einhvern fyrir framan mig. Og maðurinn sem sá um bíóið, hann var verulega skuggalegur ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok